Skólar og ferjur 2. september 2007 06:15 fá orð koma oftar fyrir í umræðu um opinber málefni nú um stundir en eftirlit. Að því leyti er það tískuorð og að sama skapi áhrifaríkt pólitískt lausnarorð. En hvað sem öðru líður er eftirlit fylgifiskur nýrra tíma. Kjarni málsins er sá að stöðugt flóknara og sérhæfðara samfélag, margslungnari stjórnsýsla og fjölbreyttari þjónusta, hvort heldur hún er opinber eða á einkamarkaði, kallar á að litið sé eftir hlutum í ríkari mæli en áður. Árangur í stjórnsýslu er mældur með eftirliti af ýmsu tagi. Öryggi borgaranna er einnig reynt að tryggja með eftirliti. Hitt er sérstakt skoðunarefni hvaða eftirlitsniðurstöður fanga helst athygli manna og kveikja umræður. Upp á síðkastið hafa eftirlitsniðurstöður um breytingar á ferju fyrir Grímseyinga verið eins konar umræða umræðunnar í þjóðfélaginu. Full ástæða er til að taka á þeim brotalömum í ákvarðanaferli sem það eftirlit leiddi í ljós. Að baki búa hagsmunir íbúa í Grímsey. Flestir eru á einu máli um að þeim þurfi að sinna með sóma. Svo eru aðrar eftirlitsniðurstöður sem ná varla eyrum fólks og þar af leiðandi ekki athygli stjórnmálamanna þó að mun víðtækari hagsmunir séu í húfi. Á undanförnum árum hafa erlendar samanburðarkannanir sýnt margar jákvæðar hliðar á íslensku skólastarfi. En þær hafa einnig varpað ljósi á að árangur skólastarfs er ekki endilega í samræmi við þá fjármuni sem til þeirra mála er varið. Slíkar niðurstöður hafa ekki valdið neinum pólitískum jarðhræringum í líkingu við Grímseyjarferjufárið. Þær hafa heldur ekki kallað fram sterka pólitíska umræðu um leiðir til þess að bæta uppskeru skólastarfsins. Þó að skólamál séu mikilvægasta viðfangsefni stjórnmálanna á nýrri öld er engu líkara en endurbætur á skólastarfi séu einhvers konar skuggaviðfangsefni þegar ferjubætur eru annars vegar. Á dögunum kynntu borgaryfirvöld í Reykjavík nýjar aðferðir sem menntasvið borgarinnar hyggst beita til þess að ná meiri vexti úr frjóum jarðvegi skólastarfs á hennar vegum. Ætlunin sýnist vera sú að meta gæði skólastarfsins og greina með markvissum hætti hvernig menntastefnunni er framfylgt. Ef vel tekst til getur eftirfylgni af þessu tagi styrkt innviði skólastarfsins og umfram allt skilað betri og hæfari nemendum til framhaldsnáms. Hvernig sem á þetta verkefni er litið ber það vott um pólitísk viðbrögð til þess að gera gott betra. Markmiðið er augljóslega að hver króna frá skattborgurunum skili sér í betri menntun. Á næturlífsómenningunni í miðborg Reykjavíkur eru fleiri en ein hlið og hún á sér ýmsar orsakir. Ein þeirra snýst um uppeldi, aga og menntun. Bætt skólastarf verður að vísu ekki þáttur í skyndilausn þess konar vanda sem þar er um rætt. En skilningur þeirra sem ábyrgð bera á mikilvægi þess að gera markvissari kröfur um árangur í skólastarfi er liður í ræktun framtíðarsamfélags með siðaðra og mennningarlegra yfirbragði en á stundum má nú sjá í miðborginni. Verkferlar í skólum eiga að skila því sem vænta má í gæðum og árangri. Satt best að segja er meira virði að skattpeningarnir skili því sem með réttu má ætlast til í skólum en ferjum. Stjórnmálamenn mega því gjarnan gefa þessu viðfangsefni meiri gaum og tíma. Frumkvæði borgaryfirvalda er þar gagnlegt framlag og vert eftirtektar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
fá orð koma oftar fyrir í umræðu um opinber málefni nú um stundir en eftirlit. Að því leyti er það tískuorð og að sama skapi áhrifaríkt pólitískt lausnarorð. En hvað sem öðru líður er eftirlit fylgifiskur nýrra tíma. Kjarni málsins er sá að stöðugt flóknara og sérhæfðara samfélag, margslungnari stjórnsýsla og fjölbreyttari þjónusta, hvort heldur hún er opinber eða á einkamarkaði, kallar á að litið sé eftir hlutum í ríkari mæli en áður. Árangur í stjórnsýslu er mældur með eftirliti af ýmsu tagi. Öryggi borgaranna er einnig reynt að tryggja með eftirliti. Hitt er sérstakt skoðunarefni hvaða eftirlitsniðurstöður fanga helst athygli manna og kveikja umræður. Upp á síðkastið hafa eftirlitsniðurstöður um breytingar á ferju fyrir Grímseyinga verið eins konar umræða umræðunnar í þjóðfélaginu. Full ástæða er til að taka á þeim brotalömum í ákvarðanaferli sem það eftirlit leiddi í ljós. Að baki búa hagsmunir íbúa í Grímsey. Flestir eru á einu máli um að þeim þurfi að sinna með sóma. Svo eru aðrar eftirlitsniðurstöður sem ná varla eyrum fólks og þar af leiðandi ekki athygli stjórnmálamanna þó að mun víðtækari hagsmunir séu í húfi. Á undanförnum árum hafa erlendar samanburðarkannanir sýnt margar jákvæðar hliðar á íslensku skólastarfi. En þær hafa einnig varpað ljósi á að árangur skólastarfs er ekki endilega í samræmi við þá fjármuni sem til þeirra mála er varið. Slíkar niðurstöður hafa ekki valdið neinum pólitískum jarðhræringum í líkingu við Grímseyjarferjufárið. Þær hafa heldur ekki kallað fram sterka pólitíska umræðu um leiðir til þess að bæta uppskeru skólastarfsins. Þó að skólamál séu mikilvægasta viðfangsefni stjórnmálanna á nýrri öld er engu líkara en endurbætur á skólastarfi séu einhvers konar skuggaviðfangsefni þegar ferjubætur eru annars vegar. Á dögunum kynntu borgaryfirvöld í Reykjavík nýjar aðferðir sem menntasvið borgarinnar hyggst beita til þess að ná meiri vexti úr frjóum jarðvegi skólastarfs á hennar vegum. Ætlunin sýnist vera sú að meta gæði skólastarfsins og greina með markvissum hætti hvernig menntastefnunni er framfylgt. Ef vel tekst til getur eftirfylgni af þessu tagi styrkt innviði skólastarfsins og umfram allt skilað betri og hæfari nemendum til framhaldsnáms. Hvernig sem á þetta verkefni er litið ber það vott um pólitísk viðbrögð til þess að gera gott betra. Markmiðið er augljóslega að hver króna frá skattborgurunum skili sér í betri menntun. Á næturlífsómenningunni í miðborg Reykjavíkur eru fleiri en ein hlið og hún á sér ýmsar orsakir. Ein þeirra snýst um uppeldi, aga og menntun. Bætt skólastarf verður að vísu ekki þáttur í skyndilausn þess konar vanda sem þar er um rætt. En skilningur þeirra sem ábyrgð bera á mikilvægi þess að gera markvissari kröfur um árangur í skólastarfi er liður í ræktun framtíðarsamfélags með siðaðra og mennningarlegra yfirbragði en á stundum má nú sjá í miðborginni. Verkferlar í skólum eiga að skila því sem vænta má í gæðum og árangri. Satt best að segja er meira virði að skattpeningarnir skili því sem með réttu má ætlast til í skólum en ferjum. Stjórnmálamenn mega því gjarnan gefa þessu viðfangsefni meiri gaum og tíma. Frumkvæði borgaryfirvalda er þar gagnlegt framlag og vert eftirtektar.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun