Lesið í garnir markaðar 5. september 2007 00:01 Maður væri nú sennilega ekki að fást við það sem maður fæst við, ef ekki væri vegna þess að maður er vel læs á atburði líðandi stunda og auk þess spámannlega vaxinn. Haustið er tími uppskerunnar og þó að kvartöflubændur horfi stúrnir á fallin grösin, þá stend ég keikur eftir sumarið. Miklar sveiflur eins og í sumar eru draumur í dós hjá þeim sem kunna að lesa rétt í þær. Nú er hins vegar sláturtíð og því vert að kíkja í kindagarnirnar og spá fyrir veturinn. Ég er viss um að það fer að draga til tíðinda í hluthafahópi TM, en ég reyndar spáði Gnúpi þar inn fyrir nokkru. FL Group og Gnúpur eru skammt undan í hræringunum þar. Ég held að Marel muni kaupa matvælahluta Stork. Mér sýnist að þar á bæ hafi verið unnið afar markvisst og skynsamlega, sem ég held að skili sér í fullnaðarsigri. Icelandair er komið með nýjan leiðtoga. Það tóku reyndar afar fáir eftir því að Karl Wernersson er skyndilega orðinn lykilmaðurinn í því fyrirtæki. Hann mun taka á rekstrinum þar og líklegt að breytingar verði í yfirstjórn fyrirtækisins. Landsbankinn mun kaupa írska bankann fljótlega og halda áfram að stækka. Ég sé líka Hreiðar Má í „lederhosen“ og með Týrólahatt. Ég held að það tákni innlánabanka í Austurríki eða Þýskalandi. Ekki neinn risa, en enn eitt skref á nýjan og spennandi markað. Eitthvað fleira? Jú, ég sé hraða og spennu í Actavis, þar er ungur maður á mótorhjóli, en ég sé ekki hvort hann er að koma eða fara. Annars býst ég við að það snjói eitthvað í vetur og jólin verði í desember. Svo bíð ég bara eftir að taka við af völvu Vikunnar. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Sjá meira
Maður væri nú sennilega ekki að fást við það sem maður fæst við, ef ekki væri vegna þess að maður er vel læs á atburði líðandi stunda og auk þess spámannlega vaxinn. Haustið er tími uppskerunnar og þó að kvartöflubændur horfi stúrnir á fallin grösin, þá stend ég keikur eftir sumarið. Miklar sveiflur eins og í sumar eru draumur í dós hjá þeim sem kunna að lesa rétt í þær. Nú er hins vegar sláturtíð og því vert að kíkja í kindagarnirnar og spá fyrir veturinn. Ég er viss um að það fer að draga til tíðinda í hluthafahópi TM, en ég reyndar spáði Gnúpi þar inn fyrir nokkru. FL Group og Gnúpur eru skammt undan í hræringunum þar. Ég held að Marel muni kaupa matvælahluta Stork. Mér sýnist að þar á bæ hafi verið unnið afar markvisst og skynsamlega, sem ég held að skili sér í fullnaðarsigri. Icelandair er komið með nýjan leiðtoga. Það tóku reyndar afar fáir eftir því að Karl Wernersson er skyndilega orðinn lykilmaðurinn í því fyrirtæki. Hann mun taka á rekstrinum þar og líklegt að breytingar verði í yfirstjórn fyrirtækisins. Landsbankinn mun kaupa írska bankann fljótlega og halda áfram að stækka. Ég sé líka Hreiðar Má í „lederhosen“ og með Týrólahatt. Ég held að það tákni innlánabanka í Austurríki eða Þýskalandi. Ekki neinn risa, en enn eitt skref á nýjan og spennandi markað. Eitthvað fleira? Jú, ég sé hraða og spennu í Actavis, þar er ungur maður á mótorhjóli, en ég sé ekki hvort hann er að koma eða fara. Annars býst ég við að það snjói eitthvað í vetur og jólin verði í desember. Svo bíð ég bara eftir að taka við af völvu Vikunnar. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Sjá meira