Hairspray - Fjórar stjörnur 15. september 2007 00:01 Það hefur sjálfsagt verið óskemmtilegt að alast upp í Baltimore í upphafi sjöunda áratugarins, þar sem meðalmennska, fordómar og afturhaldssemi réðu ríkjum, eins og gefið er til kynna í dans- og söngvamyndinni Hairspray. Þar segir frá Tracy Turnblad, þybbinni unglingsstúlku, sem fær ósk sína uppfyllta þegar hún kemst í Corny Collins-sjónvarpsþáttinn, þrátt fyrir að falla illa að stöðluðum fegurðarímyndum. Tracy uppgötvar sér til mikillar skelfingar hversu illa er farið með svarta í þáttunum og í bænum almennt og setur allt á annan endann með því að hefja réttindabaráttu svartra. Hairspray er endurgerð samnefndrar kvikmyndar Johns Waters frá árinu 1988, sú fyrsta sem kvikmyndagerðarmaðurinn sendi frá sér sem átti upp á pallborðið hjá bandaríska kvikmyndaeftirlitinu og aflaði honum almennra vinsælda. Tónlist sjöunda áratugarins var eitt aðalsmerki kvikmyndarinnar og því í raun tímaspursmál hvenær einhverjum snillingnum dytti í hug að gera upp úr henni söngleik. Sú varð raunin þegar Hairspray var sett upp á Broadway árið 2002 og valinn „Söngleikur ársins“. Hollywood var ekki lengi að finna peningalyktina og á síðasta ári var söngleikurinn kvikmyndaður. Margir efuðust um að Adam Shankman, með sína afleitu ferilskrá, gæti fetað í fótspor Waters og hvað þá að John Travolta væri verðugur arftaki Divine sem móðir Tracy Óttinn reynist algjörlega óþarfur, því jafn vel heppnuð og skemmtileg dans- og söngvamynd hefur ekki sést lengi. Vissulega hefði mátt koma ádeilunni á aðskilnaðarstefnuna betur til skila en Shankman kýs að keyra myndina áfram með fjörugum tónlistaratriðum og leikhópurinnn stendur sig með sóma. Blonsky er frábær sem Tracy, Walken mátulega góður sem faðir hennar og Pfeiffer dásamlega illkvittin sem þáttastjórnandinn Velma Von Tussle. Travolta tekst ágætlega upp sem kona þótt það vanti aðeins upp á raddbeitinguna. Hairspray er fyrirtaks fjölskylduskemmtun sem stenst forveranum fyllilega snúning, ásamt því að kenna okkur að koma auga á og meta fegurðina í margbreytileikanum. Roald Viðar Eyvindsson Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Það hefur sjálfsagt verið óskemmtilegt að alast upp í Baltimore í upphafi sjöunda áratugarins, þar sem meðalmennska, fordómar og afturhaldssemi réðu ríkjum, eins og gefið er til kynna í dans- og söngvamyndinni Hairspray. Þar segir frá Tracy Turnblad, þybbinni unglingsstúlku, sem fær ósk sína uppfyllta þegar hún kemst í Corny Collins-sjónvarpsþáttinn, þrátt fyrir að falla illa að stöðluðum fegurðarímyndum. Tracy uppgötvar sér til mikillar skelfingar hversu illa er farið með svarta í þáttunum og í bænum almennt og setur allt á annan endann með því að hefja réttindabaráttu svartra. Hairspray er endurgerð samnefndrar kvikmyndar Johns Waters frá árinu 1988, sú fyrsta sem kvikmyndagerðarmaðurinn sendi frá sér sem átti upp á pallborðið hjá bandaríska kvikmyndaeftirlitinu og aflaði honum almennra vinsælda. Tónlist sjöunda áratugarins var eitt aðalsmerki kvikmyndarinnar og því í raun tímaspursmál hvenær einhverjum snillingnum dytti í hug að gera upp úr henni söngleik. Sú varð raunin þegar Hairspray var sett upp á Broadway árið 2002 og valinn „Söngleikur ársins“. Hollywood var ekki lengi að finna peningalyktina og á síðasta ári var söngleikurinn kvikmyndaður. Margir efuðust um að Adam Shankman, með sína afleitu ferilskrá, gæti fetað í fótspor Waters og hvað þá að John Travolta væri verðugur arftaki Divine sem móðir Tracy Óttinn reynist algjörlega óþarfur, því jafn vel heppnuð og skemmtileg dans- og söngvamynd hefur ekki sést lengi. Vissulega hefði mátt koma ádeilunni á aðskilnaðarstefnuna betur til skila en Shankman kýs að keyra myndina áfram með fjörugum tónlistaratriðum og leikhópurinnn stendur sig með sóma. Blonsky er frábær sem Tracy, Walken mátulega góður sem faðir hennar og Pfeiffer dásamlega illkvittin sem þáttastjórnandinn Velma Von Tussle. Travolta tekst ágætlega upp sem kona þótt það vanti aðeins upp á raddbeitinguna. Hairspray er fyrirtaks fjölskylduskemmtun sem stenst forveranum fyllilega snúning, ásamt því að kenna okkur að koma auga á og meta fegurðina í margbreytileikanum. Roald Viðar Eyvindsson
Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira