Lyf og orka Þorsteinn Pálsson skrifar 19. september 2007 00:01 Tveir ráðherrar, iðnaðarráðherra og heilbrigðisráðherra, hafa nú með nokkurra daga bili lagt línur hvor á sínu sviði um mikilvægar kerfisbreytingar. Um jafn ólíka hluti og lyf og orku hafa þeir leitað lausna með því að leggja á ráðin um að brjóta upp skipulag sem ekki svarar kröfum nýs tíma. Það er ekki á hverjum degi sem ráðherrar takast á við viðfangsefni sem við blasa með hugmyndafræðilegri greiningu og áræði til að takast á við skipulag sem er hvort tveggja í senn fast í viðjum vana og hagsmuna. Þetta er eigi að síður að gerast með eftirtektarverðum hætti. Margt hefur breyst til betri vegar á lyfjamarkaðnum. Á sumum sviðum hans hefur tekist að lækka verð. Það er hins vegar ekki algilt. Fákeppni sætir eðlilegri gagnrýni. Samkeppnisyfirvöld skoða ásakanir um óvönduð meðul í glímum á því sviði. Frumkvæði heilbrigðisráðherra að því að brjóta aftur tæknilegar hindranir í viðskiptum og opna heimamarkaðnum leið inn á stærri alþjóðlegan markað er lofsvert. Árangurinn verður að vísu ekki mældur fyrirfram. En aðferðafræðin er rökrétt og skynsamleg. Orkubúskapurinn er um margt miklu flóknara fyrirbæri. Þær breytingar sem gerðar voru í byrjun aldarinnar á lagaumhverfi á þessu sviði voru ófullnægjandi. Ein af ástæðunum fyrir því er sú að þáverandi iðnaðarráðherra varð vegna hagsmunaþrýstings að víkja frá upphaflegri stefnumótun í ýmsum veigamiklum atriðum. Það á til að mynda við um aðskilnað einokunar og samkeppni. Afar hröð þróun í orkubúskapnum er fyrir vikið í einhvers konar kerfislegri bóndabeygju. Nútíma kröfur um réttmæta samkeppnishætti komast ekki að í orkuiðnaðinum. Nútíma hugmyndir um notkun skattpeninga almennings í áhættufjárfestingu eru gleymdar og grafnar. Nútíma sjónarmið um möguleika á mismunandi eignarhaldi einokunarbundinnar almannaþjónustu annars vegar og samkeppnisrekstrar hins vegar rúmast ekki í ríkjandi skipulagi. Aukheldur eru ólík sjónarmið um eignarhald á auðlindum illleysanleg að óbreyttu. Sú hugmyndafræði sem iðnaðarráðherrann hefur nú kynnt opnar möguleika á að losa þennan vaxtarbrodd í efnahagsstarfsemi landsins úr skipulagslegum fjötrum. Um leið verða leiðir færar til þess að fella mál í farvegi sem líklegt er að almenn sátt geti tekist um. Mikilvægast er að ráðherrann telur rétt að skilja á milli einokunarbundinnar almannaþjónustu og samkeppni. Hitt er svo ekki síður kjarnaatriði að hann telur eðlilegt að opna möguleika á að líta á þau orkuréttindi sem eru í opinberri eigu sem sjálfstæða rekstrareiningu. Yrði þetta að veruleika gætu ríki og sveitarfélög leigt orkuréttindi sem þau eiga. Orkuframleiðslufyrirtæki á samkeppnismarkaði gætu þar af leiðandi starfað sem hlutafélög á frjálsum grundvelli. Í öllum höfuðatriðum svara þessar hugmyndir kalli og þörfum nýs tíma. Um leið taka þær tillit til þess almenna og eðlilega sjónarmiðs að ríki og sveitarfélög afsali sér ekki orkuréttindum sínum í stórum stíl. Satt best að segja eru þessar fersku hugmyndir um skipulag lyfja og orku eins og hressandi haustgustur eftir sumarlægð stjórnmálaumræðunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun
Tveir ráðherrar, iðnaðarráðherra og heilbrigðisráðherra, hafa nú með nokkurra daga bili lagt línur hvor á sínu sviði um mikilvægar kerfisbreytingar. Um jafn ólíka hluti og lyf og orku hafa þeir leitað lausna með því að leggja á ráðin um að brjóta upp skipulag sem ekki svarar kröfum nýs tíma. Það er ekki á hverjum degi sem ráðherrar takast á við viðfangsefni sem við blasa með hugmyndafræðilegri greiningu og áræði til að takast á við skipulag sem er hvort tveggja í senn fast í viðjum vana og hagsmuna. Þetta er eigi að síður að gerast með eftirtektarverðum hætti. Margt hefur breyst til betri vegar á lyfjamarkaðnum. Á sumum sviðum hans hefur tekist að lækka verð. Það er hins vegar ekki algilt. Fákeppni sætir eðlilegri gagnrýni. Samkeppnisyfirvöld skoða ásakanir um óvönduð meðul í glímum á því sviði. Frumkvæði heilbrigðisráðherra að því að brjóta aftur tæknilegar hindranir í viðskiptum og opna heimamarkaðnum leið inn á stærri alþjóðlegan markað er lofsvert. Árangurinn verður að vísu ekki mældur fyrirfram. En aðferðafræðin er rökrétt og skynsamleg. Orkubúskapurinn er um margt miklu flóknara fyrirbæri. Þær breytingar sem gerðar voru í byrjun aldarinnar á lagaumhverfi á þessu sviði voru ófullnægjandi. Ein af ástæðunum fyrir því er sú að þáverandi iðnaðarráðherra varð vegna hagsmunaþrýstings að víkja frá upphaflegri stefnumótun í ýmsum veigamiklum atriðum. Það á til að mynda við um aðskilnað einokunar og samkeppni. Afar hröð þróun í orkubúskapnum er fyrir vikið í einhvers konar kerfislegri bóndabeygju. Nútíma kröfur um réttmæta samkeppnishætti komast ekki að í orkuiðnaðinum. Nútíma hugmyndir um notkun skattpeninga almennings í áhættufjárfestingu eru gleymdar og grafnar. Nútíma sjónarmið um möguleika á mismunandi eignarhaldi einokunarbundinnar almannaþjónustu annars vegar og samkeppnisrekstrar hins vegar rúmast ekki í ríkjandi skipulagi. Aukheldur eru ólík sjónarmið um eignarhald á auðlindum illleysanleg að óbreyttu. Sú hugmyndafræði sem iðnaðarráðherrann hefur nú kynnt opnar möguleika á að losa þennan vaxtarbrodd í efnahagsstarfsemi landsins úr skipulagslegum fjötrum. Um leið verða leiðir færar til þess að fella mál í farvegi sem líklegt er að almenn sátt geti tekist um. Mikilvægast er að ráðherrann telur rétt að skilja á milli einokunarbundinnar almannaþjónustu og samkeppni. Hitt er svo ekki síður kjarnaatriði að hann telur eðlilegt að opna möguleika á að líta á þau orkuréttindi sem eru í opinberri eigu sem sjálfstæða rekstrareiningu. Yrði þetta að veruleika gætu ríki og sveitarfélög leigt orkuréttindi sem þau eiga. Orkuframleiðslufyrirtæki á samkeppnismarkaði gætu þar af leiðandi starfað sem hlutafélög á frjálsum grundvelli. Í öllum höfuðatriðum svara þessar hugmyndir kalli og þörfum nýs tíma. Um leið taka þær tillit til þess almenna og eðlilega sjónarmiðs að ríki og sveitarfélög afsali sér ekki orkuréttindum sínum í stórum stíl. Satt best að segja eru þessar fersku hugmyndir um skipulag lyfja og orku eins og hressandi haustgustur eftir sumarlægð stjórnmálaumræðunnar.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun