Viðskipti innlent

Askar með milljarðasjóð

Dr. Barki A. Brynjarsson: „Þetta er langtímaverkefni til tíu ára og meira.“
Dr. Barki A. Brynjarsson: „Þetta er langtímaverkefni til tíu ára og meira.“ Mynd/Anton

Askar Capital hefur stofnað níu milljarða króna fjárfestingasjóð. Lágmarkskaup í sjóðnum nema fimm milljónum dala, rúmlega 301 milljón íslenskra króna.

Sjóður Askar Capital nefnist Enhanced Return Private Equity Fund of Funds (ERPEFF) en það er svokallaður sjóðasjóður og er til hans stofnað í samvinnu við þýska fjármálafyrirtækið VCM Capital Management og hið bandaríska Resource America en þau höndla með ýmis verkefni. Á meðal þeirra eru skuldsett yfirtökuverkefni, kaup í óskráðum félögum og svokölluð brúar- eða millilagslán.

Dr. Bjarki A. Brynjarsson, forstöðumaður framtaksfjármögnunar hjá Askar Capital, segir nokkra mánuði síðan grunnur var lagður að stofnun sjóðsins, sem ætlaður er stofnana- og fagfjárfestum, svo sem lífeyrissjóðum.

Bjarki segir aðstæður á fjármálamörkuðum undanfarið hafa lítil áhrif á gengi fjárfestingasjóða sem þessa þar sem þeir taki stöður í óskráðum félögum sem séu óháð markaðsaðstæðum hverju sinni ólíkt viðskiptum með skráð félög. „Þetta er langtímaverkefni til tíu ára eða meira en líftími hverrar fjárfestingar er tvö til fimm ár áður,“ segir hann en neitar því ekki að aðstæður undanfarið hafi gert fjármögnun dýrari en áður.

Bjarki segir sjóðinn fjárfesta með sjóðsstjórum erlendu sjóðanna en sú tilhögun dreifi áhættunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×