Útrásin eykur álagið 7. nóvember 2007 00:01 Jónas Fr. Jónsson forstjóri FME Starfsemi Fjármálaeftirlitsins (FME) erlendis hefur stóraukist á innan við tveimur árum samfara útrás íslenskra fjármálafyrirtækja. Fjármálafyrirtækin starfa nú í tuttugu og einu landi en fyrir aðeins tveimur árum voru löndin tólf. Starfsemin fer ýmist fram í útibúum, dótturfélögum eða á umboðsskrifstofum. FME fylgist með þessari starfsemi. „Þegar íslenskt fjármálafyrirtæki stofnar útibú erlendis, hvílir eftirlitsskyldan á heimalandi fyrirtækisins en þegar um er að ræða dótturfélög eða umboðsskrifstofu, fylgist FME með í gegnum erlendar eftirlitsstofnanir," segir Már Másson hjá FME. Hann segir að þetta auki töluvert á álagið hjá FME. Því sé mætt með fleiri starfsmönnum og aukinni skilvirkni. „Útibúavæðingin er það sem mestu breytir í okkar starfi," segir Már og bætir því við að að jafnaði sé gert ráð fyrir einum tíunda úr stöðugildi fyrir hvert íslenskt útibú sem opnað er erlendis hvort heldur í EES-ríki eða utan. „Við gerum sérstaka samstarfssamninga við eftirlitsstofnanir í ríkjum utan EES, líkt og í Kína, þar sem Glitnir hefur hafið starfsemi. Í þessum samningum er meðal annars kveðið á um að stofnanir deili upplýsingum." Már segir að FME stefni að því að fjölga stöðugildum um yfir tíu fyrir lok næsta árs, meðal annars vegna útrásarinnar. Auknar fjárheimildir til FME fóðri það. Þá berist FME árlega um fjögur þúsund skýrslur frá eftirlitsskyldum aðilum. Verið sé að þróa rafrænt kerfi til að vinna úr þeim, en í því felist meðal annars sjálfvirk vöktun sem geri FME kleift að greina frávik um leið og upplýsingarnar berast. „Það eykur skilvirknina umtalsvert," segir Már Másson. Héðan og þaðan Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Starfsemi Fjármálaeftirlitsins (FME) erlendis hefur stóraukist á innan við tveimur árum samfara útrás íslenskra fjármálafyrirtækja. Fjármálafyrirtækin starfa nú í tuttugu og einu landi en fyrir aðeins tveimur árum voru löndin tólf. Starfsemin fer ýmist fram í útibúum, dótturfélögum eða á umboðsskrifstofum. FME fylgist með þessari starfsemi. „Þegar íslenskt fjármálafyrirtæki stofnar útibú erlendis, hvílir eftirlitsskyldan á heimalandi fyrirtækisins en þegar um er að ræða dótturfélög eða umboðsskrifstofu, fylgist FME með í gegnum erlendar eftirlitsstofnanir," segir Már Másson hjá FME. Hann segir að þetta auki töluvert á álagið hjá FME. Því sé mætt með fleiri starfsmönnum og aukinni skilvirkni. „Útibúavæðingin er það sem mestu breytir í okkar starfi," segir Már og bætir því við að að jafnaði sé gert ráð fyrir einum tíunda úr stöðugildi fyrir hvert íslenskt útibú sem opnað er erlendis hvort heldur í EES-ríki eða utan. „Við gerum sérstaka samstarfssamninga við eftirlitsstofnanir í ríkjum utan EES, líkt og í Kína, þar sem Glitnir hefur hafið starfsemi. Í þessum samningum er meðal annars kveðið á um að stofnanir deili upplýsingum." Már segir að FME stefni að því að fjölga stöðugildum um yfir tíu fyrir lok næsta árs, meðal annars vegna útrásarinnar. Auknar fjárheimildir til FME fóðri það. Þá berist FME árlega um fjögur þúsund skýrslur frá eftirlitsskyldum aðilum. Verið sé að þróa rafrænt kerfi til að vinna úr þeim, en í því felist meðal annars sjálfvirk vöktun sem geri FME kleift að greina frávik um leið og upplýsingarnar berast. „Það eykur skilvirknina umtalsvert," segir Már Másson.
Héðan og þaðan Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira