Gæsluvarðhald yfir þremur mönnum sem eru í haldi vegna Pólstjörnumálsins svokallaða var framlengt um sex vikur í gær. Þeir munu því sitja inni til 20. desember.
Um er að ræða menn sem handteknir voru þegar lögregla tók fjörutíu kíló af fíkniefnum í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Um var að ræða amfetamín, e-töfluduft og e-töflur. Einn þessara þriggja manna var tekinn um borð í skútunni. Hinir tveir voru teknir í landi. Annar þeirra hefur setið í einangrun en henni hefur nú verið aflétt.
Innlent