Nýju ári og ESB aðild fagnað 1. janúar 2007 18:45 Flugeldar lýstu upp nýársnóttina víðar en á Íslandi. Skoteldar tóku á móti nýju ári í Lundúnum, Berlín og Búkarest. Á síðastnefnda staðnum var þó einnig verið að fagna inngöngu í Evrópusambandið en á miðnætti urðu Búlgarar og Rúmenar aðilar að bandalaginu og sambandsríkin eru því orðin 27. Viðræðum við stjórnvöld í Sofíu og Búkarest lauk árið 2004 og það var svo í september síðastliðnum sem framkvæmdastjórn ESB lýsti því yfir að aðlögunarferli væri lokið og ríkin gætu gengið í sambandið. Það mátti vart á milli sjá hvort fólk fagnaði frekar nýju ári eða sambandsaðild í nótt. Einn íbúi í Sofíu sagði þetta sögulega stund og yndislega nótt. Íbúar í Búlgaríu geri sér nú vonir og bjartari og betri framtíð. En nýja árið var nægilegt fagnaðarefni annars staðar í heiminum. Talið er að rúmlega milljón manns hafi komið saman á Times-torgi í New York og talið niður í 2007. Í Lundúnum fögnuðu rúmlega hundrað þúsund manns um leið og Big Ben hringdi inn nýtt ár á miðnætti. Tíu mínútna flugeldasýning tók síðan við. Engin formlega hátíðarhöld voru skipulögð í París í Frakklandi í nótt. Það kom ekki í veg fyrir fjölmenn fagnaðarlæti á Champs-Elysee. Nýju ári var tekið fagnandi við Brandenborgar-hliðið í Berlín þar sem efnt var til rokktónleika í gærkvöldi. Þegar birta tók af degi í morgun lögðust flestir skemmtanaglaðir karlar og konur til hvílu víða um heim. Þá risu trúaðir úr rekkju og hlýddu á boðskap Benedikts sextánda páfa á Péturstorginu í Róm. Í nýárávarpi sínu lagði páfi áherlsu á að í dag væri alþjóðlegur friðardagur. Hann hvatti þjóðir heims til að leggja sitt af mörkum svo frið mætti ná í heiminum og lagði að fólk að hafna stríði og ofbeldi. Erlent Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Flugeldar lýstu upp nýársnóttina víðar en á Íslandi. Skoteldar tóku á móti nýju ári í Lundúnum, Berlín og Búkarest. Á síðastnefnda staðnum var þó einnig verið að fagna inngöngu í Evrópusambandið en á miðnætti urðu Búlgarar og Rúmenar aðilar að bandalaginu og sambandsríkin eru því orðin 27. Viðræðum við stjórnvöld í Sofíu og Búkarest lauk árið 2004 og það var svo í september síðastliðnum sem framkvæmdastjórn ESB lýsti því yfir að aðlögunarferli væri lokið og ríkin gætu gengið í sambandið. Það mátti vart á milli sjá hvort fólk fagnaði frekar nýju ári eða sambandsaðild í nótt. Einn íbúi í Sofíu sagði þetta sögulega stund og yndislega nótt. Íbúar í Búlgaríu geri sér nú vonir og bjartari og betri framtíð. En nýja árið var nægilegt fagnaðarefni annars staðar í heiminum. Talið er að rúmlega milljón manns hafi komið saman á Times-torgi í New York og talið niður í 2007. Í Lundúnum fögnuðu rúmlega hundrað þúsund manns um leið og Big Ben hringdi inn nýtt ár á miðnætti. Tíu mínútna flugeldasýning tók síðan við. Engin formlega hátíðarhöld voru skipulögð í París í Frakklandi í nótt. Það kom ekki í veg fyrir fjölmenn fagnaðarlæti á Champs-Elysee. Nýju ári var tekið fagnandi við Brandenborgar-hliðið í Berlín þar sem efnt var til rokktónleika í gærkvöldi. Þegar birta tók af degi í morgun lögðust flestir skemmtanaglaðir karlar og konur til hvílu víða um heim. Þá risu trúaðir úr rekkju og hlýddu á boðskap Benedikts sextánda páfa á Péturstorginu í Róm. Í nýárávarpi sínu lagði páfi áherlsu á að í dag væri alþjóðlegur friðardagur. Hann hvatti þjóðir heims til að leggja sitt af mörkum svo frið mætti ná í heiminum og lagði að fólk að hafna stríði og ofbeldi.
Erlent Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira