Sjónvarpsleikur kvöldsins á NBA TV rásinni á Fjölvarpinu er viðureign Minnesota Timberwolves og San Antonio Spurs. Þar eigast við tveir af bestu framherjum deildarinnar síðustu ár, þeir Kevin Garnett og Tim Duncan og hefst leikurinn klukkan 1 eftir miðnætti.