Arenas kláraði Milwaukee 4. janúar 2007 04:45 Arenas skorar sigurkörfuna ótrúlegu gegn Milwaukee, einum þremur metrum fyrir aftan þriggja stiga línuna NordicPhotos/GettyImages Gilbert Arenas lét ekki axlarmeiðsli hafa áhrif á sig í nótt þegar hann skoraði ótrúlega sigurkörfu Washington Wizards í 108-105 sigri liðsins á Milwaukee. Arenas fékk boltann þegar sex sekúndur lifðu leiks og skoraði sigurkörfuna nokkrum metrum fyrir utan þriggja stiga línuna. Arenas er sannarlega einn skrautlegasti leikmaður deildarinnar og á það til að hrópa ýmis slagorð um leið og hann sleppir boltanum í skotum sínum. Hann þurfti ekki á neinu slíku að halda í nótt þegar hann skaut Milwaukee í kaf. "Þeir segja að Gilbert Arenas sé samviskulaus skytta og þetta undirstrikaði það svo sannarlega," sagði Charlie Bell hjá Milwaukee sem reyndi sitt besta til að verjast ótrúlegu skoti Arenas um leið og leiktíminn rann út í Washington. "Mér datt ekki annað í hug en að hann færi einu eða tveimur skrefum nær körfunni áður en hann tæki skotið." Arenas gengur hér vígalegur af velli eftir sigurkörfuna og til hægri á myndinni má sjá Michael Redd hjá Milwaukee glottaf af öllu samanNordicPhotos/GettyImages Michael Redd hjá Milwaukee, sem sjálfur er frábær skytta, gat ekki annað en glott eftir að Arenas gerði út um leikinn. "Auðvitað er maður svekktur að tapa á svona skoti, en maður verður að taka ofan fyrir Arenas - þetta var ótrúlegt skot," sagði Redd. Það vakti athygli að Arenas sneri sér strax við og gekk til búningsherbergja þegar hann sleppti skotinu - rétt eins og hann vissi að það myndi hitta. "Ég þurfti ekki að kalla neitt í þetta sinn - ég vissi að það færi niður," sagði Arenas, sem er að undirbúa 25 ára afmælisveislu sína þar sem sjálfur P. Diddy verður veislustjóri og allir helstu rapparar heimsins verða viðstaddir.Arenas var stigahæstur í liði Washington með 32 stig en hirti auk þess 11 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Caron Butler var líka frábær og skoraði 29 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 7 fráköst. Michael Redd skoraði 27 stig fyrir Milwaukee og Mo Williams skoraði 24 stig. NBA Mest lesið Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira
Gilbert Arenas lét ekki axlarmeiðsli hafa áhrif á sig í nótt þegar hann skoraði ótrúlega sigurkörfu Washington Wizards í 108-105 sigri liðsins á Milwaukee. Arenas fékk boltann þegar sex sekúndur lifðu leiks og skoraði sigurkörfuna nokkrum metrum fyrir utan þriggja stiga línuna. Arenas er sannarlega einn skrautlegasti leikmaður deildarinnar og á það til að hrópa ýmis slagorð um leið og hann sleppir boltanum í skotum sínum. Hann þurfti ekki á neinu slíku að halda í nótt þegar hann skaut Milwaukee í kaf. "Þeir segja að Gilbert Arenas sé samviskulaus skytta og þetta undirstrikaði það svo sannarlega," sagði Charlie Bell hjá Milwaukee sem reyndi sitt besta til að verjast ótrúlegu skoti Arenas um leið og leiktíminn rann út í Washington. "Mér datt ekki annað í hug en að hann færi einu eða tveimur skrefum nær körfunni áður en hann tæki skotið." Arenas gengur hér vígalegur af velli eftir sigurkörfuna og til hægri á myndinni má sjá Michael Redd hjá Milwaukee glottaf af öllu samanNordicPhotos/GettyImages Michael Redd hjá Milwaukee, sem sjálfur er frábær skytta, gat ekki annað en glott eftir að Arenas gerði út um leikinn. "Auðvitað er maður svekktur að tapa á svona skoti, en maður verður að taka ofan fyrir Arenas - þetta var ótrúlegt skot," sagði Redd. Það vakti athygli að Arenas sneri sér strax við og gekk til búningsherbergja þegar hann sleppti skotinu - rétt eins og hann vissi að það myndi hitta. "Ég þurfti ekki að kalla neitt í þetta sinn - ég vissi að það færi niður," sagði Arenas, sem er að undirbúa 25 ára afmælisveislu sína þar sem sjálfur P. Diddy verður veislustjóri og allir helstu rapparar heimsins verða viðstaddir.Arenas var stigahæstur í liði Washington með 32 stig en hirti auk þess 11 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Caron Butler var líka frábær og skoraði 29 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 7 fráköst. Michael Redd skoraði 27 stig fyrir Milwaukee og Mo Williams skoraði 24 stig.
NBA Mest lesið Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira