Matvælaeftirlit Bandaríkjanna hefur leyft offitulyf fyrir hunda en það virkar á þann hátt að það dregur úr matarlyst og upptöku líkamans á fitu. Lyfið, sem heitir Slentrol, á að hjálpa þeim bandarísku hundum sem glíma við offitu en talið er að um fimm prósent þeirra eigi við vandann að stríða.
20 til 30 prósent hunda þar í landi eru þar að auki taldir vera of þungir. Slentrol er þó ekki ætlað mannfólki og verður viðvörun á lyfinu til þess að vara fólk við neyslu þess.