Að minnsta kosti 27 létu lífið í aurskriðum í suðausturhluta Brasilíu í þessari viku og talið er að allt að 11 þúsund manns hafi þurft að flýja heimili sín. Varnarmálaráðuneytið þar í landi sagði að enn væri verið að leita að fórnarlömbum og því gæti tala látinna aukist töluvert.
Flest dauðsföllin áttu sér stað í smábæjum í kringum Rio de Janeiro en þar er mikið um skúra í bröttum háfjallaþorpum. Ástæðan fyrir þessu eru miklar rigningar en þær eru tvisvar sinnum meiri en hafa verið undanfarin ár. Búist er við meiri rigningu á þessu slóðum.