Lakers stöðvaði sigurgöngu Dallas 8. janúar 2007 04:56 Sasha Vujacic fór á kostum í fjórða leikhlutanum gegn Dallas Los Angeles Lakers naut aðstoðar óvæntrar hetju í nótt þegar liðið lagði Dallas Mavericks 101-98 á heimavelli sínum og stöðvaði þar með 13 leikja sigurgöngu Dallas. Það var Sasha Vujacic sem tryggði Lakers sigurinn með þriggja stiga körfu í lokin, en hann skoraði 16 stig í leiknum sem er persónulegt met. Dirk Nowitzki var atkvæðamestur hjá Dallas með 29 stig og 13 fráköst, en liðið missti niður góða forystu í fjórða leikhluta þegar Lakers-liðið gerði mikið áhlaup undir forystu Kobe Bryant. Bryant skoraði 28 stig í leiknum, flest á lokakaflanum, en mest munaði um framlag Vujacic sem hitti 6 af 7 skotum sínum - þar af 4 af 5 þristum. Phil Jackson, þjálfari Lakers, vann sinn 900. sigur á ferlinum og hefur enginn þjálfari í sögu NBA náð því að vinna 900 leiki í jafn fáum leikjum og Jackson. Leikurinn í nótt var sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni og var frábær skemmtun. Dwyane Wade sneri aftur í lið Miami Heat eftir meiðsli og 33 stig hans gerðu gæfumuninn í sigri liðsins á Portland á útivelli 93-90. Miami hafði tapað fimm leikjum í röð og fátt benti til annars en að sjötta tapið yrði að veruleika í nótt. Góður lokasprettur Miami og spilamennska Wade á lokasekúndunum tryggðu Miami þó sigurinn að þessu sinni. Nýliðinn Brandon Roy var atkvæðamestur hjá Portland með 18 stig, en hann klikkaði á þristi í lokin sem hefði jafnað leikinn. Phoenix valtaði yfir Golden State 128-105 og hefur nú unnið 22 af síðustu 24 leikjum sínum. Leandro Barbosa skoraði 26 stig fyrir Phoenix og Steve Nash skoraði 24 stig og gaf 10 stoðsendingar þó hann fengi að hvíla lokaleikhlutann. Nash skoraði meðal annars sína 1000. þriggja stiga körfu í leiknum. Monta Ellis skoraði 22 stig fyrir Golden State. Minnesota vann þriðja leikinn í röð í framlengingu þegar liðið skellti Houston á heimavelli 103-99. Kevin Garnett skoraði 26 stig og hirti 13 fráköst fyrir Minnesota en Tracy McGrady skoraði 31 stig fyrir Houston sem hefði unnið 5 leiki í röð. Toronto stöðvaði góða sigurrispu Washington með 116-111 sigri á heimavelli sínum. Chris Bosh var góður í liði Toronto með 26 stig og 14 fráköst, en Gilbert Arenas skoraði 33 stig fyrir Washington. San Antonio afstýrði fjórða tapinu í röð með því að skella Memphis á útivelli 110-96. San Antonio var án Tony Parker sem á við smávægileg meiðsli að stríða, en Manu Ginobili skoraði 34 stig sem er met hjá honum í vetur. Pau Gasol skoraði 24 stig fyrir Memphis. Orlando vann fjórða leikinn í röð þegar það skellti Boston 87-79 á heimavelli. Grant Hill skoraði 21 stig fyrir Orlando, rétt eins og Tony Allen hjá Boston. Í kvöld verður leikur New Orleans Hornets og LA Clippers sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni og hefst útsendingin klukkan 1 eftir miðnætti. NBA Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira
Los Angeles Lakers naut aðstoðar óvæntrar hetju í nótt þegar liðið lagði Dallas Mavericks 101-98 á heimavelli sínum og stöðvaði þar með 13 leikja sigurgöngu Dallas. Það var Sasha Vujacic sem tryggði Lakers sigurinn með þriggja stiga körfu í lokin, en hann skoraði 16 stig í leiknum sem er persónulegt met. Dirk Nowitzki var atkvæðamestur hjá Dallas með 29 stig og 13 fráköst, en liðið missti niður góða forystu í fjórða leikhluta þegar Lakers-liðið gerði mikið áhlaup undir forystu Kobe Bryant. Bryant skoraði 28 stig í leiknum, flest á lokakaflanum, en mest munaði um framlag Vujacic sem hitti 6 af 7 skotum sínum - þar af 4 af 5 þristum. Phil Jackson, þjálfari Lakers, vann sinn 900. sigur á ferlinum og hefur enginn þjálfari í sögu NBA náð því að vinna 900 leiki í jafn fáum leikjum og Jackson. Leikurinn í nótt var sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni og var frábær skemmtun. Dwyane Wade sneri aftur í lið Miami Heat eftir meiðsli og 33 stig hans gerðu gæfumuninn í sigri liðsins á Portland á útivelli 93-90. Miami hafði tapað fimm leikjum í röð og fátt benti til annars en að sjötta tapið yrði að veruleika í nótt. Góður lokasprettur Miami og spilamennska Wade á lokasekúndunum tryggðu Miami þó sigurinn að þessu sinni. Nýliðinn Brandon Roy var atkvæðamestur hjá Portland með 18 stig, en hann klikkaði á þristi í lokin sem hefði jafnað leikinn. Phoenix valtaði yfir Golden State 128-105 og hefur nú unnið 22 af síðustu 24 leikjum sínum. Leandro Barbosa skoraði 26 stig fyrir Phoenix og Steve Nash skoraði 24 stig og gaf 10 stoðsendingar þó hann fengi að hvíla lokaleikhlutann. Nash skoraði meðal annars sína 1000. þriggja stiga körfu í leiknum. Monta Ellis skoraði 22 stig fyrir Golden State. Minnesota vann þriðja leikinn í röð í framlengingu þegar liðið skellti Houston á heimavelli 103-99. Kevin Garnett skoraði 26 stig og hirti 13 fráköst fyrir Minnesota en Tracy McGrady skoraði 31 stig fyrir Houston sem hefði unnið 5 leiki í röð. Toronto stöðvaði góða sigurrispu Washington með 116-111 sigri á heimavelli sínum. Chris Bosh var góður í liði Toronto með 26 stig og 14 fráköst, en Gilbert Arenas skoraði 33 stig fyrir Washington. San Antonio afstýrði fjórða tapinu í röð með því að skella Memphis á útivelli 110-96. San Antonio var án Tony Parker sem á við smávægileg meiðsli að stríða, en Manu Ginobili skoraði 34 stig sem er met hjá honum í vetur. Pau Gasol skoraði 24 stig fyrir Memphis. Orlando vann fjórða leikinn í röð þegar það skellti Boston 87-79 á heimavelli. Grant Hill skoraði 21 stig fyrir Orlando, rétt eins og Tony Allen hjá Boston. Í kvöld verður leikur New Orleans Hornets og LA Clippers sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni og hefst útsendingin klukkan 1 eftir miðnætti.
NBA Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira