Lakers stöðvaði sigurgöngu Dallas 8. janúar 2007 04:56 Sasha Vujacic fór á kostum í fjórða leikhlutanum gegn Dallas Los Angeles Lakers naut aðstoðar óvæntrar hetju í nótt þegar liðið lagði Dallas Mavericks 101-98 á heimavelli sínum og stöðvaði þar með 13 leikja sigurgöngu Dallas. Það var Sasha Vujacic sem tryggði Lakers sigurinn með þriggja stiga körfu í lokin, en hann skoraði 16 stig í leiknum sem er persónulegt met. Dirk Nowitzki var atkvæðamestur hjá Dallas með 29 stig og 13 fráköst, en liðið missti niður góða forystu í fjórða leikhluta þegar Lakers-liðið gerði mikið áhlaup undir forystu Kobe Bryant. Bryant skoraði 28 stig í leiknum, flest á lokakaflanum, en mest munaði um framlag Vujacic sem hitti 6 af 7 skotum sínum - þar af 4 af 5 þristum. Phil Jackson, þjálfari Lakers, vann sinn 900. sigur á ferlinum og hefur enginn þjálfari í sögu NBA náð því að vinna 900 leiki í jafn fáum leikjum og Jackson. Leikurinn í nótt var sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni og var frábær skemmtun. Dwyane Wade sneri aftur í lið Miami Heat eftir meiðsli og 33 stig hans gerðu gæfumuninn í sigri liðsins á Portland á útivelli 93-90. Miami hafði tapað fimm leikjum í röð og fátt benti til annars en að sjötta tapið yrði að veruleika í nótt. Góður lokasprettur Miami og spilamennska Wade á lokasekúndunum tryggðu Miami þó sigurinn að þessu sinni. Nýliðinn Brandon Roy var atkvæðamestur hjá Portland með 18 stig, en hann klikkaði á þristi í lokin sem hefði jafnað leikinn. Phoenix valtaði yfir Golden State 128-105 og hefur nú unnið 22 af síðustu 24 leikjum sínum. Leandro Barbosa skoraði 26 stig fyrir Phoenix og Steve Nash skoraði 24 stig og gaf 10 stoðsendingar þó hann fengi að hvíla lokaleikhlutann. Nash skoraði meðal annars sína 1000. þriggja stiga körfu í leiknum. Monta Ellis skoraði 22 stig fyrir Golden State. Minnesota vann þriðja leikinn í röð í framlengingu þegar liðið skellti Houston á heimavelli 103-99. Kevin Garnett skoraði 26 stig og hirti 13 fráköst fyrir Minnesota en Tracy McGrady skoraði 31 stig fyrir Houston sem hefði unnið 5 leiki í röð. Toronto stöðvaði góða sigurrispu Washington með 116-111 sigri á heimavelli sínum. Chris Bosh var góður í liði Toronto með 26 stig og 14 fráköst, en Gilbert Arenas skoraði 33 stig fyrir Washington. San Antonio afstýrði fjórða tapinu í röð með því að skella Memphis á útivelli 110-96. San Antonio var án Tony Parker sem á við smávægileg meiðsli að stríða, en Manu Ginobili skoraði 34 stig sem er met hjá honum í vetur. Pau Gasol skoraði 24 stig fyrir Memphis. Orlando vann fjórða leikinn í röð þegar það skellti Boston 87-79 á heimavelli. Grant Hill skoraði 21 stig fyrir Orlando, rétt eins og Tony Allen hjá Boston. Í kvöld verður leikur New Orleans Hornets og LA Clippers sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni og hefst útsendingin klukkan 1 eftir miðnætti. NBA Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Grindavík | Tvö taplaus í Kaldalónshöllinni Í beinni: KR - Þór Þ. | Heldur fullkomin byrjun KR áfram? Í beinni: Valur - Ármann | Lið í leit að fyrsta sigri Í beinni: ÍA - Njarðvík | Fagna Skagamenn aftur heima? Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Sjá meira
Los Angeles Lakers naut aðstoðar óvæntrar hetju í nótt þegar liðið lagði Dallas Mavericks 101-98 á heimavelli sínum og stöðvaði þar með 13 leikja sigurgöngu Dallas. Það var Sasha Vujacic sem tryggði Lakers sigurinn með þriggja stiga körfu í lokin, en hann skoraði 16 stig í leiknum sem er persónulegt met. Dirk Nowitzki var atkvæðamestur hjá Dallas með 29 stig og 13 fráköst, en liðið missti niður góða forystu í fjórða leikhluta þegar Lakers-liðið gerði mikið áhlaup undir forystu Kobe Bryant. Bryant skoraði 28 stig í leiknum, flest á lokakaflanum, en mest munaði um framlag Vujacic sem hitti 6 af 7 skotum sínum - þar af 4 af 5 þristum. Phil Jackson, þjálfari Lakers, vann sinn 900. sigur á ferlinum og hefur enginn þjálfari í sögu NBA náð því að vinna 900 leiki í jafn fáum leikjum og Jackson. Leikurinn í nótt var sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni og var frábær skemmtun. Dwyane Wade sneri aftur í lið Miami Heat eftir meiðsli og 33 stig hans gerðu gæfumuninn í sigri liðsins á Portland á útivelli 93-90. Miami hafði tapað fimm leikjum í röð og fátt benti til annars en að sjötta tapið yrði að veruleika í nótt. Góður lokasprettur Miami og spilamennska Wade á lokasekúndunum tryggðu Miami þó sigurinn að þessu sinni. Nýliðinn Brandon Roy var atkvæðamestur hjá Portland með 18 stig, en hann klikkaði á þristi í lokin sem hefði jafnað leikinn. Phoenix valtaði yfir Golden State 128-105 og hefur nú unnið 22 af síðustu 24 leikjum sínum. Leandro Barbosa skoraði 26 stig fyrir Phoenix og Steve Nash skoraði 24 stig og gaf 10 stoðsendingar þó hann fengi að hvíla lokaleikhlutann. Nash skoraði meðal annars sína 1000. þriggja stiga körfu í leiknum. Monta Ellis skoraði 22 stig fyrir Golden State. Minnesota vann þriðja leikinn í röð í framlengingu þegar liðið skellti Houston á heimavelli 103-99. Kevin Garnett skoraði 26 stig og hirti 13 fráköst fyrir Minnesota en Tracy McGrady skoraði 31 stig fyrir Houston sem hefði unnið 5 leiki í röð. Toronto stöðvaði góða sigurrispu Washington með 116-111 sigri á heimavelli sínum. Chris Bosh var góður í liði Toronto með 26 stig og 14 fráköst, en Gilbert Arenas skoraði 33 stig fyrir Washington. San Antonio afstýrði fjórða tapinu í röð með því að skella Memphis á útivelli 110-96. San Antonio var án Tony Parker sem á við smávægileg meiðsli að stríða, en Manu Ginobili skoraði 34 stig sem er met hjá honum í vetur. Pau Gasol skoraði 24 stig fyrir Memphis. Orlando vann fjórða leikinn í röð þegar það skellti Boston 87-79 á heimavelli. Grant Hill skoraði 21 stig fyrir Orlando, rétt eins og Tony Allen hjá Boston. Í kvöld verður leikur New Orleans Hornets og LA Clippers sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni og hefst útsendingin klukkan 1 eftir miðnætti.
NBA Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Grindavík | Tvö taplaus í Kaldalónshöllinni Í beinni: KR - Þór Þ. | Heldur fullkomin byrjun KR áfram? Í beinni: Valur - Ármann | Lið í leit að fyrsta sigri Í beinni: ÍA - Njarðvík | Fagna Skagamenn aftur heima? Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Sjá meira