Yfirmaður íþróttamála hjá Real Madrid hefur nú farið þess á leit við David Beckham að hann drífi sig að gera upp hug sinn varðandi framtíðina, en hann er með lausa samninga í sumar. Beckham hefur beðið um tíma til að hugsa sinn gang og er frjálst að ræða við önnur félög. Gengið verður frá málinu ei síðar en í næstu viku.