Rússneska þingið samþykkti ályktun í dag þar sem skorað er á Bandaríkin að samþykkja Kyoto samninginn og um leið að fella úr gildi verslunarhömlur sem hafa verið í gildi í fleiri áratugi. Ályktunin var samþykkt af öllum meðlimum Dúmunnar nema einum, sem sat hjá.
Í henni sagði „Rússneskir þingmenn skora á Bandaríkjamenn til þess að leggja fram raunhæfa áætlun um hvernig þeir geti tekist á við vandamálin sem hljótast af því að framfylgja alþjóðlegum samningum sem tryggja öryggi alls mannkyns."
Viðskiptahömlurnar sem Rússar vilja fella niður hefur verið í gildi allt síðan á dögum Kalda stríðsins og tengir réttindi minnihlutahópa, eins og gyðinga, við milliríkjaviðskipti. Lögin hafa lengi verið Rússum þyrnir í augum þó svo að þeim hafi ekki verið beitt í fjölmörg ár.