Stórleikur Phoenix Suns og Clevleland Cavaliers frá því í gærkvöld verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Sýn á miðnætti í kvöld. Óhætt er að lofa áhorfendum Sýnar góðum tilþrifum að þessu sinni, en þarna áttust við tveir af bestu leikmönnum deildarinnar Steve Nash og LeBron James.
Þá er rétt að minna á beina útsendingu frá leik Philadelphia 76ers og Milwaukee Bucks á NBA TV í nótt og hefst sá leikur klukkan eitt eftir miðnætti.
Annað kvöld tekur svo Utah Jazz á móti meisturum Miami Heat í beinni á NBA TV og leikur Portland og Denver á sunnudagskvöldið. Báðir þessir leikir hefjast klukkan 2 eftir miðnætti, en skoða má dagskrána á NBA TV á hægri spássíu á körfuboltasíðunni hér á Vísi.