Þrír létust í ofsaveðri 14. janúar 2007 18:54 Níu ára gamall drengur lét lífið þegar tré féll ofan á hann í ofsaveðri sem gengið hefur yfir suðurhluta Svíþjóðar í dag. Tveir karlmenn létust til viðbótar í veðurofsanum þar. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi slasast alvarlega í óveðri í Danmörku og Noregi. Drengurinn sem lést var á ferð með föður sínum á skellinöðru í hádeginu í dag þegar slysið varð. Vindhviða feykti trénu um koll og féll það á feðgana með þessum hörmulegu afleiðingum. Föðurinn sakaði ekki. Slysið varð í Motala um tvö hundruð og fimmtíu kílómetra suð-vestur af Svíþjóð en þar var veður hvað verst. Sextugur karlmaður lést nokkru síðar þegar tré skall á bíl hans nærri Jönköping í Suður-Svíþjóð. Farþegi, sem var með honum í bílnum, slasaðist alvarlega. Einn maður til viðbótar lést í Málmey. Hann var staddur í bát í höfninni þegar vélarhluti féll á hann. Annar maður slasaðist þegar tré féll á gangandi vegfarendur í Jönköping síðdegis. Sænska veðurstofan sendi út viðvörun á hæsta stigi og hvatti fólk til að halda sig heima. Síðdegis í dag voru nærri 100 þúsund heimili í landinu án rafmagns. Mörg tré höfðu þá brotnað eða rifnað upp með rótum og fokið á raflínur. Eyrarsundsbrú var lokuð til klukkan þrjú í dag að íslenskum tíma enda veður lítið betra í Danmörku fram eftir degi. Þar gekk ofsaveður yfir og vindhraðinn á við fellibyl í verstu hviðum. Ferjusiglingum var aflýst og Dönum ráðlagt að bíða veðrið af sér heima. Stórabeltisbrú var einnig lokað en hún opnuð á sjötta tímanum og hafi þá lægt vind. Ekki fóru Norðmenn varhluta af veðurhamnum og var ferju- og lestarferðum frestað eða aflýst. Norðmenn héldu sig flestir heima. Lestarferðir voru ekki margar í Vesturfold þar sem tré höfðu fallið á teinana á nokkrum stöðum. Vind lægði síðan eftir því sem leið á daginn og lífið komst í samt lag. Danska veðurstofan spáir hvassviðri aftur í kvöld og næstu nótt á vestur- og norðurhluta Jótlands, þar sem veður var einna verst liðna nótt. Í Noregi og Svíþjóð er spáð nýju lægðardragi þar sem hvessti í dag og því verður áfram vindasamt á svæðinu. Erlent Fréttir Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Níu ára gamall drengur lét lífið þegar tré féll ofan á hann í ofsaveðri sem gengið hefur yfir suðurhluta Svíþjóðar í dag. Tveir karlmenn létust til viðbótar í veðurofsanum þar. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi slasast alvarlega í óveðri í Danmörku og Noregi. Drengurinn sem lést var á ferð með föður sínum á skellinöðru í hádeginu í dag þegar slysið varð. Vindhviða feykti trénu um koll og féll það á feðgana með þessum hörmulegu afleiðingum. Föðurinn sakaði ekki. Slysið varð í Motala um tvö hundruð og fimmtíu kílómetra suð-vestur af Svíþjóð en þar var veður hvað verst. Sextugur karlmaður lést nokkru síðar þegar tré skall á bíl hans nærri Jönköping í Suður-Svíþjóð. Farþegi, sem var með honum í bílnum, slasaðist alvarlega. Einn maður til viðbótar lést í Málmey. Hann var staddur í bát í höfninni þegar vélarhluti féll á hann. Annar maður slasaðist þegar tré féll á gangandi vegfarendur í Jönköping síðdegis. Sænska veðurstofan sendi út viðvörun á hæsta stigi og hvatti fólk til að halda sig heima. Síðdegis í dag voru nærri 100 þúsund heimili í landinu án rafmagns. Mörg tré höfðu þá brotnað eða rifnað upp með rótum og fokið á raflínur. Eyrarsundsbrú var lokuð til klukkan þrjú í dag að íslenskum tíma enda veður lítið betra í Danmörku fram eftir degi. Þar gekk ofsaveður yfir og vindhraðinn á við fellibyl í verstu hviðum. Ferjusiglingum var aflýst og Dönum ráðlagt að bíða veðrið af sér heima. Stórabeltisbrú var einnig lokað en hún opnuð á sjötta tímanum og hafi þá lægt vind. Ekki fóru Norðmenn varhluta af veðurhamnum og var ferju- og lestarferðum frestað eða aflýst. Norðmenn héldu sig flestir heima. Lestarferðir voru ekki margar í Vesturfold þar sem tré höfðu fallið á teinana á nokkrum stöðum. Vind lægði síðan eftir því sem leið á daginn og lífið komst í samt lag. Danska veðurstofan spáir hvassviðri aftur í kvöld og næstu nótt á vestur- og norðurhluta Jótlands, þar sem veður var einna verst liðna nótt. Í Noregi og Svíþjóð er spáð nýju lægðardragi þar sem hvessti í dag og því verður áfram vindasamt á svæðinu.
Erlent Fréttir Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira