
Fótbolti
Riquelme með nokkur tilboð á borðinu

Argentínski miðjumaðurinn Juan Roman Riquelme hefur nú framtíð sína algjörlega í höndum sér en hann er sagður vera að íhuga nokkur tilboð utan Spánar. Riquelme er úti í kuldanum hjá liði sínu Villarreal og vitað er af áhuga Bayern Munchen og liða í Mexíkó, Argentínu og Katar. Hann hefur væntanlega spilað sinn síðasta leik með spænska liðinu.