Bandaríkjamenn hafa sent flugmóðurskipið John C. Stennis, sem hefur 3.200 manna áhöfn áleiðis til Persaflóa. Verður það búið alls 80 árásar- og sprengjuvélum. Verður þetta í fyrsta sinn síðan við upphaf innrásarinnar í Írak árið 2003 sem tvö flugmóðurskip verða í flóanum.
Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði að það ætti að minna Írani á hernaðarmátt Bandaríkjamanna. Bandaríkjamenn ætla sér einnig að koma upp eldflaugum í nágrannaríkjum Íran til þess að geta varist nýkeyptu loftvarnarkerfi Írana. Alls eru um 40.000 bandarískir hermenn í löndum við Persaflóann, öðrum en Írak.