Komst heim eftir rúm 30 ár í gíslingu 17. janúar 2007 18:45 Tæplega sjötugur fiskimaður kom til síns heima í Suður-Kóreu í gær eftir rúmlega 30 ára gíslingu í Norður-Kóreu. Hann segir dvalarstað sinn þar hafa verið þröngt afmarkaðan og á stundum hafi hann einvörðungu haft gras til næringar. Það var árið 1975 sem kommúnistarnir í norðri rændu Choi Wook-il þegar fiskibátur hans var stöðvaður undan austurstönd Suður-Kóreu. Choi er úr hópi hátt í 500 almennra Suður-Kóreumanna sem talið er að Norður-Kóreumenn hafi rænt á síðustu öld. Auk þess telja ráðamenn í Seoul að Norður-Kóreumenn hafi rænt mörg hundruð suður-kóreskum hermönnum í Kóreustríðinu 1950 til 1953. 500 þeirra eru sagðir enn á lífi í Norður-Kóreu. Ráðamenn í Pyongyang segja enga stríðsfanga í haldi hjá þeim og segja almenna borgara hafa komið sjálfviljuga til Norður-Kóreu. Choi, sem er 67 ára, reyndi hvað hann gat til að flýja síðustu 10 árin og tókst að koma sér til Kína í síðasta mánuði. Þar dvaldi hann í húsi ræðismanns Suður-Kóreu þar til hann gat haldið heim. Fjölskylda Chois tók honum opnum örmum á flugvellinum í Incheon í gær. Þar sagði Choi fréttamönnum að dvölin hefði verið helvíti líkust. Hann hafi unnið þar til hann stóð ekki lengur í fæturna og þurft að búa á afgirtu svæði alla daga. Matur hafi ekki verið nægur og ekki næg föt til skiptanna. Þegar verst hafi verið hafi hann þurft að bíta gras til að draga fram lífið. Suður-Kóreumenn hafa gagnrýnt ráðamenn í heimalandinu fyrir að reyna ekki hvað þeir geti til að frelsa landa sína nú þegar þíða væri í samskiptum þjóðanna eftir leiðtogafund árið 2000. Á blaðamannafundi Seoul sagði Cho Jung-pyo, vara-utanríkisráðherra að allt yrði reynt til að tryggja lausn þeirra sem enn væru í haldi. Allt hefði verið gert til hjálpar Choi þegar hann kom til Kína. Erlent Fréttir Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Fleiri fréttir Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Sjá meira
Tæplega sjötugur fiskimaður kom til síns heima í Suður-Kóreu í gær eftir rúmlega 30 ára gíslingu í Norður-Kóreu. Hann segir dvalarstað sinn þar hafa verið þröngt afmarkaðan og á stundum hafi hann einvörðungu haft gras til næringar. Það var árið 1975 sem kommúnistarnir í norðri rændu Choi Wook-il þegar fiskibátur hans var stöðvaður undan austurstönd Suður-Kóreu. Choi er úr hópi hátt í 500 almennra Suður-Kóreumanna sem talið er að Norður-Kóreumenn hafi rænt á síðustu öld. Auk þess telja ráðamenn í Seoul að Norður-Kóreumenn hafi rænt mörg hundruð suður-kóreskum hermönnum í Kóreustríðinu 1950 til 1953. 500 þeirra eru sagðir enn á lífi í Norður-Kóreu. Ráðamenn í Pyongyang segja enga stríðsfanga í haldi hjá þeim og segja almenna borgara hafa komið sjálfviljuga til Norður-Kóreu. Choi, sem er 67 ára, reyndi hvað hann gat til að flýja síðustu 10 árin og tókst að koma sér til Kína í síðasta mánuði. Þar dvaldi hann í húsi ræðismanns Suður-Kóreu þar til hann gat haldið heim. Fjölskylda Chois tók honum opnum örmum á flugvellinum í Incheon í gær. Þar sagði Choi fréttamönnum að dvölin hefði verið helvíti líkust. Hann hafi unnið þar til hann stóð ekki lengur í fæturna og þurft að búa á afgirtu svæði alla daga. Matur hafi ekki verið nægur og ekki næg föt til skiptanna. Þegar verst hafi verið hafi hann þurft að bíta gras til að draga fram lífið. Suður-Kóreumenn hafa gagnrýnt ráðamenn í heimalandinu fyrir að reyna ekki hvað þeir geti til að frelsa landa sína nú þegar þíða væri í samskiptum þjóðanna eftir leiðtogafund árið 2000. Á blaðamannafundi Seoul sagði Cho Jung-pyo, vara-utanríkisráðherra að allt yrði reynt til að tryggja lausn þeirra sem enn væru í haldi. Allt hefði verið gert til hjálpar Choi þegar hann kom til Kína.
Erlent Fréttir Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Fleiri fréttir Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna