Körfubolti

Tap í fyrsta leik hjá Webber

Chris Webber skoraði 2 stig á 15 mínútum í fyrsta leik sínum fyrir Detroit
Chris Webber skoraði 2 stig á 15 mínútum í fyrsta leik sínum fyrir Detroit NordicPhotos/GettyImages

Utah Jazz eyðilagði í nótt frumraun Chris Webber með Detroit Pistons, sem einnig endurheimti leikstjórnandann Chauncey Billups úr meiðslum. LA Lakers vann góðan útisigur á San Antonio og Cleveland steinlá fyrir Portland á útivelli.

Utah stöðvaði lengstu taphrinu sína á tímabilinu með naumum 100-99 sigri í Detroit. Deron Williams skoraði 31 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Utah en Chauncey Billups skoraði 26 stig fyrir Detroit eftir að hafa misst úr 8 leiki. Chris Webber kom lítið við sögu í leiknum.

LA Lakers vann mikilvægan sigur á San Antonio á útivelli 100-96. Kobe Bryant skoraði 34 stig fyrir Lakers en Tim Duncan skoraði 26 stig fyrir San Antonio.

Cleveland steinlá í Portland 94-76 þar sem LeBron James skoraði 23 stig fyrir Cleveland en Zach Randolph 26 og hirti 12 fráköst hjá Portland.

Phoenix vann 11. leikinn í röð þegar liðið skellti Houston á útivelli 100-91, en Houston var án Yao Ming og Tracy McGrady. Amare Stoudemire skoraði 22 stig fyrir Phoenix en Rafer Alston 29 fyrir Houston.

Washington lagði New York naumlega 99-98 þar sem Caron Butler skoraði 27 stig fyrir Washington en Quentin Richardson setti 35 stig fyrir New York.

Toronto lagði Sacramento 101-85. Mike Bibby setti 21 stig fyrir Sacramento en Mo Peterson skoraði 22 stig fyrir Toronto.

New Jersey lagði Charlotte á útivelli 92-85. Vince Carter skoraði 26 stig fyrir New Jersey en Raymond Felton skoraði 18 stig fyrir Charlotte.

Chicago lagði Milwaukee á útivelli 99-90. Andres Nocioni skoraði 21 stig fyrir Chicago en Ilyasova skoraði 22 stig fyrir Milwaukee.

Atlanta burstaði Minnesota á útivelli 105-88. Joe Johnson skoraði 29 stig fyrir Atlanta en Mark Blount skoraði 16 stig fyrir Minnesota.

Memphis lagði Philadelphia 118-102 í beinni á NBA TV. Mike Miller skoraði 30 stig fyrir Memphis en Kyle Korver skoraði 30 fyrir Philadelphia.

Loks vann LA Clippers góðan 115-109 sigur á undirmönnuðu liði Golden State sem stóð í stórum leikmannaskiptum í gær, sem nánar verður farið út í hér á Vísi í dag. Elton Brand skoraði 27 stig og hirti 11 fráköst fyrir Clippers en Kelenna Azubuike og Monta Ellis skoruðu 28 stig fyrir Golden State.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×