Herinn á Sri Lanka náði í dag stjórn á bæ í austurhluta eyjunnar en uppreisnarmenn Tamíltígra höfðu haft tangarhald á honum í langan tíma. Alls flúðu meira en tíu þúsund manns undan bardögum Tamíltígra og stjórnarhersins en bardagarnir stóðu í margar vikur.
Stjórnarherinn hefur sett sér það markmið að uppræta Tamíltígra alfarið í austurhluta landsins.
