Flestir demókratar í Bandaríkjunum vilja Hillary Clinton sem forsetaefni demókrata á næsta ári samkvæmt skoðanakönnun sem bandaríska blaðið Washington Post birti í gær.
Samkvæmt henni vilja 39% flokksmanna að hún hljóti útnefndinguna. Næstir koma öldungadeildarþingmennirnir Barack Obama, með 17%, og John Edwards með 12%. Edwards var varaforsetaefni Johns Kerry í kosningunum 2004.
Hjá repúblíkönum njóta Rudolph Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri í New York, og öldungadeildarþingmaðurinn John McCain mests fylgis. Hvorugur þeirra hefur þó sagst sækjast eftir útnefningu flokksins.
Erlent