Demókratar vilja Hillary, repúblíkanar Giuliani 22. janúar 2007 19:00 Flestir demókratar í Bandaríkjunum vilja Hillary Clinton sem forsetaefni flokksins á næsta ári. Helstu andstæðingar hennar eru ekki hálfdrættingar á við hana, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Washington Post. Repúblíkanar vilja helst fá fyrrverandi borgarstjóra New York í slaginn eða helsta andstæðing Bush frá árinu 2000. Ekki verður kosið fyrr en í nóvember á næsta ári en baráttan um útnefningar stóru flokkanna tveggja er að hefjast. Það voru Washington Post og bandaríska sjónvarpsstöðin ABC sem létu vinna skoðanakönnun um helstu frambjóðendur og voru niðurstöður birtar í gær. Hillary Clinton nýtur stuðnings flestra aðspurðra demókrata. 39% vilja hana í framboð. Næstur kemur öldungadeildarþingmaðurinn Barack Obama, með 17%, og fast á hæla hans John Edwards, með 12%. Sá síðarnefndi var varaforsetaefni Johns Kerrys í forsetakosningunum 2004. Baráttan er helst talin standa milli Clinton og Obama. Forsetafrúin fyrrverandi er talin reynslumeiri enda hefur Obama aðeins setið í öldungadeild í tvö ár. Hann er hins vegar sagður bæta það upp með persónutöfrum sínum auk þess sem hann er talinn helsta vonarstjarna demókrata eftir kröftuga ræðu á flokksþingi fyrir tveimur árum. Framboð þeirra beggja eru söguleg. Hún gæti orðið fyrsta konan í Hvíta húsinu eða hann fyrsti blökkumaðurinn. Hjá repúblíkönum fer baráttan hins vegar hægt af stað. Öldungadeildarþingmaðurinn Sam Brownback tilkynnti um liðna helgi að hann sæktist eftir útnefningu flokks síns fyrir kosningarnar 2008. Hann verður þó ekki einn um hituna lengi því jafnvel er búist við að tíu flokksbræður hans bætist í hópinn áður en langt um líði. Könnun Washington Post og ABC sýndi að repúblíkanar vilja flestir fá Rudolph Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra í New York, í framboð - 34% þeirra sem svöruðu. 8% færri vilja öldungadeildarþingmanninn John McCain. Hann var helsti andstæðingur Bush Bandaríkjaforseta í baráttunni um útnefningu repúblíkana fyrir kosningarnar árið 2000. Hvorki Giuliani né McCain hafa tilkynnt formlega um framboð sitt. Þegar kjósendur beggja flokka voru spurðir hvern úr heildarhópnum þeir vildu helst í Hvíta húsið nefndu flestir Giuliani, þá Hillary og síðan McCain, Edwards og Obama. Erlent Fréttir Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Flestir demókratar í Bandaríkjunum vilja Hillary Clinton sem forsetaefni flokksins á næsta ári. Helstu andstæðingar hennar eru ekki hálfdrættingar á við hana, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Washington Post. Repúblíkanar vilja helst fá fyrrverandi borgarstjóra New York í slaginn eða helsta andstæðing Bush frá árinu 2000. Ekki verður kosið fyrr en í nóvember á næsta ári en baráttan um útnefningar stóru flokkanna tveggja er að hefjast. Það voru Washington Post og bandaríska sjónvarpsstöðin ABC sem létu vinna skoðanakönnun um helstu frambjóðendur og voru niðurstöður birtar í gær. Hillary Clinton nýtur stuðnings flestra aðspurðra demókrata. 39% vilja hana í framboð. Næstur kemur öldungadeildarþingmaðurinn Barack Obama, með 17%, og fast á hæla hans John Edwards, með 12%. Sá síðarnefndi var varaforsetaefni Johns Kerrys í forsetakosningunum 2004. Baráttan er helst talin standa milli Clinton og Obama. Forsetafrúin fyrrverandi er talin reynslumeiri enda hefur Obama aðeins setið í öldungadeild í tvö ár. Hann er hins vegar sagður bæta það upp með persónutöfrum sínum auk þess sem hann er talinn helsta vonarstjarna demókrata eftir kröftuga ræðu á flokksþingi fyrir tveimur árum. Framboð þeirra beggja eru söguleg. Hún gæti orðið fyrsta konan í Hvíta húsinu eða hann fyrsti blökkumaðurinn. Hjá repúblíkönum fer baráttan hins vegar hægt af stað. Öldungadeildarþingmaðurinn Sam Brownback tilkynnti um liðna helgi að hann sæktist eftir útnefningu flokks síns fyrir kosningarnar 2008. Hann verður þó ekki einn um hituna lengi því jafnvel er búist við að tíu flokksbræður hans bætist í hópinn áður en langt um líði. Könnun Washington Post og ABC sýndi að repúblíkanar vilja flestir fá Rudolph Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra í New York, í framboð - 34% þeirra sem svöruðu. 8% færri vilja öldungadeildarþingmanninn John McCain. Hann var helsti andstæðingur Bush Bandaríkjaforseta í baráttunni um útnefningu repúblíkana fyrir kosningarnar árið 2000. Hvorki Giuliani né McCain hafa tilkynnt formlega um framboð sitt. Þegar kjósendur beggja flokka voru spurðir hvern úr heildarhópnum þeir vildu helst í Hvíta húsið nefndu flestir Giuliani, þá Hillary og síðan McCain, Edwards og Obama.
Erlent Fréttir Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira