Hvetja til laga um hámarkslosun gróðurhúsalofttegunda 23. janúar 2007 13:09 Forstjórar níu af stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna, þeirra á meðal Alcoa, skora á Bush Bandaríkjaforseta að setja lög um hámarkslosun gróðurhúsalofttegunda og verndun andrúmsloftsins. Forsetinn flytur árlega stefnuræðu sína í nótt og búist er við að umhverfismál beri þar á góma. Bush Bandaríkjaforseti hefur hingað til hafnað því að takmarka útblástur gróðurhúsalofttegunda með lögum. Bandaríkjamenn hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir stefnu sína í umhverfismálum á alþjóðavísu en þeir hafa ekki staðfest Kyoto-sátmálann um losun gróðurhúsalofttegunda. Leiðtogar níu fyrirtækja úr hópi þeirra stærstu í Bandaríkjunum hafa nú sent forsetan bréf þar sem þau óska eftir slíkum takmörkunum þannig að draga megi úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 60% fyrir árið 2050. Meðal þeirra forstjóra sem þar hafa stigið fram eru þeir sem leiða fyrirtæki á borð við Alcoa, BP, Caterpillar og General Electric. Í bréfi þeirra segir meðal annars að Bandaríkin geti og verði að bregðast skjótt við til að samræma og markaðsvæða varnir fyrir andrúmsloftið. Forstjórarnir hafa stofnað bandalag og verður fulltrúum þeirra þar falið að þrýsta á um að takmarkanir verði settar. Fréttaskýrendur segja það vilja forsvarsmanna fyrirtækjanna að lög og reglur í þessum efnum verði skýr og gagnsæ. Tony Snow, talsmaður Bandaríkjaforseta, segir forsetann ætla að boða mikilvæga stefnu hvað varði orkunýtni og losun gróðurhúsalofttegunda. Hann segir þó rétt að geta þess að það samrýmist ekki stefnu forsetans að lögbinda takmarkanir á losun. Snow sagði það skoðun forsetans að fyrirtæki sjálf verði að koma fram með nýjungar til að taka á loftslagsbreytingum. Erlent Fréttir Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Forstjórar níu af stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna, þeirra á meðal Alcoa, skora á Bush Bandaríkjaforseta að setja lög um hámarkslosun gróðurhúsalofttegunda og verndun andrúmsloftsins. Forsetinn flytur árlega stefnuræðu sína í nótt og búist er við að umhverfismál beri þar á góma. Bush Bandaríkjaforseti hefur hingað til hafnað því að takmarka útblástur gróðurhúsalofttegunda með lögum. Bandaríkjamenn hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir stefnu sína í umhverfismálum á alþjóðavísu en þeir hafa ekki staðfest Kyoto-sátmálann um losun gróðurhúsalofttegunda. Leiðtogar níu fyrirtækja úr hópi þeirra stærstu í Bandaríkjunum hafa nú sent forsetan bréf þar sem þau óska eftir slíkum takmörkunum þannig að draga megi úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 60% fyrir árið 2050. Meðal þeirra forstjóra sem þar hafa stigið fram eru þeir sem leiða fyrirtæki á borð við Alcoa, BP, Caterpillar og General Electric. Í bréfi þeirra segir meðal annars að Bandaríkin geti og verði að bregðast skjótt við til að samræma og markaðsvæða varnir fyrir andrúmsloftið. Forstjórarnir hafa stofnað bandalag og verður fulltrúum þeirra þar falið að þrýsta á um að takmarkanir verði settar. Fréttaskýrendur segja það vilja forsvarsmanna fyrirtækjanna að lög og reglur í þessum efnum verði skýr og gagnsæ. Tony Snow, talsmaður Bandaríkjaforseta, segir forsetann ætla að boða mikilvæga stefnu hvað varði orkunýtni og losun gróðurhúsalofttegunda. Hann segir þó rétt að geta þess að það samrýmist ekki stefnu forsetans að lögbinda takmarkanir á losun. Snow sagði það skoðun forsetans að fyrirtæki sjálf verði að koma fram með nýjungar til að taka á loftslagsbreytingum.
Erlent Fréttir Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira