Bandarískir hershöfðingjar hafa af því nokkrar áhyggjur að Írak og Afganistan hjafi dregið úr getu heraflans til þess að berjast á nýjum vígstöðvum. Yfirhershöfðingi landgönguliðsins sagði í yfirheyrslu hjá þingnefnd að þeir hefðu skoðað aðrar hernaðaráætlanir, og hefðu áhyggjur af því að þar skorti getu á sumum sviðum.
Yfirmaður bandaríska herráðsins hefur tekið í sama streng og sagt að hann hafi áhyggjur af getu þeirra hermanna sem ekki eru í Írak, til þess að berjast á nýjum vígstöðvum. Hvorugur hershöfðingjanna nefndi hvaða vígstöðvar það hugsanlega yrðu.