Biður um meira svigrúm 24. janúar 2007 13:00 Bush Bandaríkjaforseti bað þjóð sína um að gefa sér meiri tíma til að ná árangri í Írak í stefnuræðu sinni í gær. Stjórn hans ætlar að beita sér fyrir því að á næstu tíu árum dragi Bandaríkjamenn úr olíunotkun sinni um fimmtung.Þótt þingheimur hafi fagnað George Bush í gær voru fagnaðarlætin mun lágstemmdari en undanfarin ár enda eru demókratar þar nú í meirihluta. Á stefnuræðu hans mátti líka greina að þar færi forseti sem skammt ætti eftir í embætti því fátt kom þar beinlínis á óvart. Það voru einna helst orkumálin sem vöktu athygli.Í ræðunni kynnti Bush áætlun sem miðar að því að minnka olíunotkun um fimmtung á næstu tíu árum og leggja þeim mun meiri áherslu á þróun og framleiðslu nýrra orkugjafa, sérstaklega etanóls. Kvaðst forsetinn ætla að fara fram á 250 milljarða króna fjárveitingu frá þinginu næsta áratuginn til þessara mála. Þessi stefnubreyting er tæpast vegna áhuga repúblikana á umhverfismálum heldur ráða pólitískar aðstæður sjálfsagt hér mestu. Bandaríkin eru einhverjir mestu olíuinnflytjendur í heimi og megnið af þeirri olíu kemur frá Venesúela og Mið-Austurlöndum þar sem Bandaríkin eiga fáa vini.Bush kom annars víða við í ræðunni, hann ræddi meðal annars málefni innflytjenda og endurbætur á heilbrigðiskerfi landisns. Írak var hins vegar sá einstaki þáttur sem stærstur hluti þessarar 53 mínútu löngu ræðu fjallaði um. Forsetinn útskýrði nýjar áherslur ríkisstjórnar sinnar í stríðsrekstrinum, meðal annars að senda aukaherlið til landsins, og bað þjóðina um að gefa sér tíma til að sýna fram á að þær myndu skila árangri. Þótt útlitið væri dökkt væri ennþá tími til að snúa taflinu sér í vil.Skoðanakannanir benda hins vegar til að þolinmæði þjóðarinnar sé á þrotum, flestar benda þær til að Bush sé óvinsælasti forseti síðustu 50 ára, ef undan er skilinn Richard Nixon vikurnar fyrir afsögn sínaþ Erlent Fréttir Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Fleiri fréttir Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Sjá meira
Bush Bandaríkjaforseti bað þjóð sína um að gefa sér meiri tíma til að ná árangri í Írak í stefnuræðu sinni í gær. Stjórn hans ætlar að beita sér fyrir því að á næstu tíu árum dragi Bandaríkjamenn úr olíunotkun sinni um fimmtung.Þótt þingheimur hafi fagnað George Bush í gær voru fagnaðarlætin mun lágstemmdari en undanfarin ár enda eru demókratar þar nú í meirihluta. Á stefnuræðu hans mátti líka greina að þar færi forseti sem skammt ætti eftir í embætti því fátt kom þar beinlínis á óvart. Það voru einna helst orkumálin sem vöktu athygli.Í ræðunni kynnti Bush áætlun sem miðar að því að minnka olíunotkun um fimmtung á næstu tíu árum og leggja þeim mun meiri áherslu á þróun og framleiðslu nýrra orkugjafa, sérstaklega etanóls. Kvaðst forsetinn ætla að fara fram á 250 milljarða króna fjárveitingu frá þinginu næsta áratuginn til þessara mála. Þessi stefnubreyting er tæpast vegna áhuga repúblikana á umhverfismálum heldur ráða pólitískar aðstæður sjálfsagt hér mestu. Bandaríkin eru einhverjir mestu olíuinnflytjendur í heimi og megnið af þeirri olíu kemur frá Venesúela og Mið-Austurlöndum þar sem Bandaríkin eiga fáa vini.Bush kom annars víða við í ræðunni, hann ræddi meðal annars málefni innflytjenda og endurbætur á heilbrigðiskerfi landisns. Írak var hins vegar sá einstaki þáttur sem stærstur hluti þessarar 53 mínútu löngu ræðu fjallaði um. Forsetinn útskýrði nýjar áherslur ríkisstjórnar sinnar í stríðsrekstrinum, meðal annars að senda aukaherlið til landsins, og bað þjóðina um að gefa sér tíma til að sýna fram á að þær myndu skila árangri. Þótt útlitið væri dökkt væri ennþá tími til að snúa taflinu sér í vil.Skoðanakannanir benda hins vegar til að þolinmæði þjóðarinnar sé á þrotum, flestar benda þær til að Bush sé óvinsælasti forseti síðustu 50 ára, ef undan er skilinn Richard Nixon vikurnar fyrir afsögn sínaþ
Erlent Fréttir Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Fleiri fréttir Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Sjá meira