Shaquille O´Neal allur að koma til 6. febrúar 2007 04:58 NordicPhotos/GettyImages Shaquille O´Neal virðist vera að ná heilsu á ný eftir löng og erfið meiðsli, en í nótt skoraði hann 22 stig á aðeins 21 mínútu í sigri Miami Heat á Charlotte. Dwyane Wade skoraði 27 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir Miami sem vann fjórða leikinn í röð, en Raymond Felton skoraði 20 stig fyrir Charlotte. Stephen Jackson var sínum gömlu félögum í Indiana erfiður þegar hann skoraði 36 stig fyrir Golden State í góðum 113-98 útisigri á Indiana. Þessi lið gerðu stór leikmannaskipti fyrir nokkru, en mikil meiðsli eru í herbúðum Golden State þessa dagana. Jermaine O´Neal var stigahæstur í liði Indiana með 24 stig.Kobe kláraði Atlanta LA Lakers skellti Atlanta á útivelli 90-83 og vann þar með báða leiki sína gegn Atlanta í fyrsta skipti í sjö ár. Það verður að teljast nokkuð ótrúleg tölfræði í ljósi þess að Atlanta hefur verið eitt af slakari liðum deildarinnar allan þann tíma. "Það var gott að losna við þessi álög. Ég veit ekki af hverju, en okkur hefur alltaf gengið bölvanlega hérna í Atlanta," sagði Phil Jackson, þjálfari Lakers. Kobe Bryant hafði hægt um sig þangað til í fjórða leikhlutanum en skoraði þá 9 stig í röð og tryggði Lakers sigurinn. Bryant skoraði 27 stig í leiknum líkt og Joe Johnson hjá Atlanta.Enn eitt grátlegt tapið hjá Nets New Jersey tapaði fjórða leiknum í röð og annað kvöldið í röð í framlengingu þegar liðið lá fyrir Philadelphia 100-98, en New Jersey hefur tapað grátlega mörgum leikjum á lokasekúndunum síðustu vikur. Vince Carter skoraði 23 stig og hirti 10 fráköst fyrir New Jersey en Andre Iguodala skoraði 23 stig og gaf 15 stoðsendingar fyrir Philadelphia, sem hefur gengið ótrúlega vel síðan þeir Allen Iverson og Chris Webber fóru frá liðinu.Okur drjúgur á lokasprettinum Utah lagði Chicago á heimavelli sínum í beinni á NBA TV. Þetta var í fyrsta sinn í fimm ár sem Utah vinnur báða leiki sína gegn Chicago. Það var tyrkneski miðherjinn Mehmet Okur sem tryggði Utah sigurinn með því að skora 12 af síðustu 14 stigum Utah á lokasprettinum. Okur skoraði 20 stig í leiknum og Deron Williams skoraði 19 stig og gaf 13 stoðsendingar. Kirk Hinrich skoraði 26 stig fyrir Chicago.Melo með þrennu í tapi Denver Phoenix vann mikilvægan útisigur á meiðslum hrjáðu liði Denver 113-108 þar sem Amare Stoudemire skoraði 36 stig og hirti 13 fráköst fyrir Phoenix en Carmelo Anthony náði sinni fyrstu þrennu á ferlinum með 33 stigum, 10 fráköstum og 10 stoðsendingum. Steve Nash meiddist á öxl í leiknum og þurfti að fara af velli um miðbik leiksins. Allen Iverson og Marcus Camby spiluðu ekki með Denver vegna meiðsla. Washington lagði Seattle 118-108 á heimavelli þar sem stjörnuleikmaðurinn Caron Butler réttlætti sína fyrstu ferð í stjörnuleik með 38 stigum. Ray Allen skoraði 29 stig fyrir Seattle sem tapaði sínum 15. útileik í röð. Houston burstaði Minnesota 105-77 og hefur lið Minnesota nú ekki unnið leik síðan það vann óvæntan sigur á Phoenix á dögunum. Tracy McGrady skoraði 32 stig fyrir Houston en Kevin Garnett skoraði 18 stig og hirti 12 fráköst fyrir Minnesota. Loks vann Sacramento góðan sigur á New Orleans 105-99. Ron Artest skoraði 21 stig, gaf 9 stoðsendingar og stal 5 boltum hjá Sacramento en Chris Paul skoraði 24 stig fyrir New Orleans. NBA Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Shaquille O´Neal virðist vera að ná heilsu á ný eftir löng og erfið meiðsli, en í nótt skoraði hann 22 stig á aðeins 21 mínútu í sigri Miami Heat á Charlotte. Dwyane Wade skoraði 27 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir Miami sem vann fjórða leikinn í röð, en Raymond Felton skoraði 20 stig fyrir Charlotte. Stephen Jackson var sínum gömlu félögum í Indiana erfiður þegar hann skoraði 36 stig fyrir Golden State í góðum 113-98 útisigri á Indiana. Þessi lið gerðu stór leikmannaskipti fyrir nokkru, en mikil meiðsli eru í herbúðum Golden State þessa dagana. Jermaine O´Neal var stigahæstur í liði Indiana með 24 stig.Kobe kláraði Atlanta LA Lakers skellti Atlanta á útivelli 90-83 og vann þar með báða leiki sína gegn Atlanta í fyrsta skipti í sjö ár. Það verður að teljast nokkuð ótrúleg tölfræði í ljósi þess að Atlanta hefur verið eitt af slakari liðum deildarinnar allan þann tíma. "Það var gott að losna við þessi álög. Ég veit ekki af hverju, en okkur hefur alltaf gengið bölvanlega hérna í Atlanta," sagði Phil Jackson, þjálfari Lakers. Kobe Bryant hafði hægt um sig þangað til í fjórða leikhlutanum en skoraði þá 9 stig í röð og tryggði Lakers sigurinn. Bryant skoraði 27 stig í leiknum líkt og Joe Johnson hjá Atlanta.Enn eitt grátlegt tapið hjá Nets New Jersey tapaði fjórða leiknum í röð og annað kvöldið í röð í framlengingu þegar liðið lá fyrir Philadelphia 100-98, en New Jersey hefur tapað grátlega mörgum leikjum á lokasekúndunum síðustu vikur. Vince Carter skoraði 23 stig og hirti 10 fráköst fyrir New Jersey en Andre Iguodala skoraði 23 stig og gaf 15 stoðsendingar fyrir Philadelphia, sem hefur gengið ótrúlega vel síðan þeir Allen Iverson og Chris Webber fóru frá liðinu.Okur drjúgur á lokasprettinum Utah lagði Chicago á heimavelli sínum í beinni á NBA TV. Þetta var í fyrsta sinn í fimm ár sem Utah vinnur báða leiki sína gegn Chicago. Það var tyrkneski miðherjinn Mehmet Okur sem tryggði Utah sigurinn með því að skora 12 af síðustu 14 stigum Utah á lokasprettinum. Okur skoraði 20 stig í leiknum og Deron Williams skoraði 19 stig og gaf 13 stoðsendingar. Kirk Hinrich skoraði 26 stig fyrir Chicago.Melo með þrennu í tapi Denver Phoenix vann mikilvægan útisigur á meiðslum hrjáðu liði Denver 113-108 þar sem Amare Stoudemire skoraði 36 stig og hirti 13 fráköst fyrir Phoenix en Carmelo Anthony náði sinni fyrstu þrennu á ferlinum með 33 stigum, 10 fráköstum og 10 stoðsendingum. Steve Nash meiddist á öxl í leiknum og þurfti að fara af velli um miðbik leiksins. Allen Iverson og Marcus Camby spiluðu ekki með Denver vegna meiðsla. Washington lagði Seattle 118-108 á heimavelli þar sem stjörnuleikmaðurinn Caron Butler réttlætti sína fyrstu ferð í stjörnuleik með 38 stigum. Ray Allen skoraði 29 stig fyrir Seattle sem tapaði sínum 15. útileik í röð. Houston burstaði Minnesota 105-77 og hefur lið Minnesota nú ekki unnið leik síðan það vann óvæntan sigur á Phoenix á dögunum. Tracy McGrady skoraði 32 stig fyrir Houston en Kevin Garnett skoraði 18 stig og hirti 12 fráköst fyrir Minnesota. Loks vann Sacramento góðan sigur á New Orleans 105-99. Ron Artest skoraði 21 stig, gaf 9 stoðsendingar og stal 5 boltum hjá Sacramento en Chris Paul skoraði 24 stig fyrir New Orleans.
NBA Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira