Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur, síðan um áramótin, rannsakað mál þriggja Íslendinga sem taldir eru tengjast barnaklámhring í Austurríki.
Lögregla í Austurríki upplýsti í dag að hún hefði komið upp um barnaklámshring í samstarfi við lögreglu í 77 ríkjum. Hátt í 2.400 manns væru grunaðir um að hafa sótt efni á vef glæpamannanna.
Íslendingarnir, sem um ræðir, hafa verið yfirheyrðir hjá lögreglu en hún vill ekkert gefa upp um rannsóknina að öðru leyti.