ÞSSÍ í samstarf við stjórnvöld í Níkaragúa 7. febrúar 2007 20:45 Daníel Ortega, forseti Níkaragúa. MYND/AP Viðræður við stjórnvöld í Níkaragúa um þróunarsamvinnu á sviði orkumála eru að hefjast í höfuðborginni Managua. Að sögn Gísla Pálssonar umdæmisstjóra Þróunarsamvinnustofnunar Íslands hefur ný stjórn Sandínista áhuga á því að hraða þróun og framkvæmdum á sviði jarðhitamála og fá íslensk fyrirtæki til samstarfs. "Það er ekki hlutverk Þróunarsamvinnustofnunar að vinna að verkefnum á viðskiptalegum forsendum en við munum að sjálfsögðu koma slíkum erindum á framfæri við rétta aðila heima á Íslandi," segir Gísli. Á síðasta ári var í samstarfi við fulltrúa þáverandi stjórnvalda unnin lýsing á jarðhitaverkefni. Vegna óvissunnar sem ríkti í stjórnmálum í Níkaragúa síðari hluta ársins var ákveðið að bíða úrslita þingkosninga í landinu en Sandínistar komust sem kunnugt er til valda í nóvember síðastliðnum. "Það er mikill jarðhiti í Níkaragúa en hann er að mestu ónýttur," segir Gísli Pálsson umdæmisstjóri ÞSSÍ í Managua. "Með viðræðunum við stjórnvöld viljum við meðal annars fá fram hvaða áherslur í málaflokknum hafi breyst við stjórnarskiptin og hvernig við getum komið til móts við nýjar óskir. Í framhaldi af viðræðunum væntum við þess að geta lokið þarfagreiningu á jarðhitaverkefninu en það lýtur fyrst og fremst að því að byggja upp sérfræðiþekkingu á þessu sviði hér innanlands." Þrír fulltrúar Íslenskra orkurannsókna, ÍSOR, taka þátt í viðræðunum ásamt fulltrúum ÞSSÍ. Gísli segir nýju Sandínistastjórnina hafa látið í ljós áhuga á því að flýta þróun þessara mála og sérstaklega sé þeim kappsmál að koma á samstarfi við íslensk fyrirætæki í jarðhitamálum fyrir milligöngu Þróunarsamvinnustofnunar. "Fyrir liggur að íslensk fyrirtæki hafa áhuga og vilja skoða samvinnu á þessu sviði," segir hann. "Hér í Níkaragúa er mikill áhuga á orkumálum sem sést best á því að stjórnvöld hafa stofnað sérstakt orkumálaráðuneyti. Og það fer ekkert milli mála að stjórnvöld líta sérstaklega til Íslands sem lands sem hefur mikið að fram að færa í þessum efnum," segir Gísli og bætir við að orkumálaráðherra Níkaragúa, Emilio Rappaccioli, hafi þekkst boð um að koma til Íslands til að kynna sér jarðhita- og orkumál. Þróunarsamvinna við Níkaragúa, fátækasta ríki Mið-Ameríku, var tekin upp fyrir tveimur árum og þá sérstaklega til þess horft að geta miðlað íslenskri sérfræðiþekkingu á sviði jarðhitamála. Sérstakur starfsmaður, heimamaður, var á dögunum ráðinn á skrifstofu Þróunarsamvinnustofnunar í Managua til að stýra jarðhitaverkefnum landanna. Þess má að lokum geta að þrír nemendur frá Níkaragúa fara til náms í Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi á þessu ári á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Erlent Fréttir Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Viðræður við stjórnvöld í Níkaragúa um þróunarsamvinnu á sviði orkumála eru að hefjast í höfuðborginni Managua. Að sögn Gísla Pálssonar umdæmisstjóra Þróunarsamvinnustofnunar Íslands hefur ný stjórn Sandínista áhuga á því að hraða þróun og framkvæmdum á sviði jarðhitamála og fá íslensk fyrirtæki til samstarfs. "Það er ekki hlutverk Þróunarsamvinnustofnunar að vinna að verkefnum á viðskiptalegum forsendum en við munum að sjálfsögðu koma slíkum erindum á framfæri við rétta aðila heima á Íslandi," segir Gísli. Á síðasta ári var í samstarfi við fulltrúa þáverandi stjórnvalda unnin lýsing á jarðhitaverkefni. Vegna óvissunnar sem ríkti í stjórnmálum í Níkaragúa síðari hluta ársins var ákveðið að bíða úrslita þingkosninga í landinu en Sandínistar komust sem kunnugt er til valda í nóvember síðastliðnum. "Það er mikill jarðhiti í Níkaragúa en hann er að mestu ónýttur," segir Gísli Pálsson umdæmisstjóri ÞSSÍ í Managua. "Með viðræðunum við stjórnvöld viljum við meðal annars fá fram hvaða áherslur í málaflokknum hafi breyst við stjórnarskiptin og hvernig við getum komið til móts við nýjar óskir. Í framhaldi af viðræðunum væntum við þess að geta lokið þarfagreiningu á jarðhitaverkefninu en það lýtur fyrst og fremst að því að byggja upp sérfræðiþekkingu á þessu sviði hér innanlands." Þrír fulltrúar Íslenskra orkurannsókna, ÍSOR, taka þátt í viðræðunum ásamt fulltrúum ÞSSÍ. Gísli segir nýju Sandínistastjórnina hafa látið í ljós áhuga á því að flýta þróun þessara mála og sérstaklega sé þeim kappsmál að koma á samstarfi við íslensk fyrirætæki í jarðhitamálum fyrir milligöngu Þróunarsamvinnustofnunar. "Fyrir liggur að íslensk fyrirtæki hafa áhuga og vilja skoða samvinnu á þessu sviði," segir hann. "Hér í Níkaragúa er mikill áhuga á orkumálum sem sést best á því að stjórnvöld hafa stofnað sérstakt orkumálaráðuneyti. Og það fer ekkert milli mála að stjórnvöld líta sérstaklega til Íslands sem lands sem hefur mikið að fram að færa í þessum efnum," segir Gísli og bætir við að orkumálaráðherra Níkaragúa, Emilio Rappaccioli, hafi þekkst boð um að koma til Íslands til að kynna sér jarðhita- og orkumál. Þróunarsamvinna við Níkaragúa, fátækasta ríki Mið-Ameríku, var tekin upp fyrir tveimur árum og þá sérstaklega til þess horft að geta miðlað íslenskri sérfræðiþekkingu á sviði jarðhitamála. Sérstakur starfsmaður, heimamaður, var á dögunum ráðinn á skrifstofu Þróunarsamvinnustofnunar í Managua til að stýra jarðhitaverkefnum landanna. Þess má að lokum geta að þrír nemendur frá Níkaragúa fara til náms í Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi á þessu ári á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands.
Erlent Fréttir Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira