Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, sagði í dag að hún myndi fara yfir starfsreglur er varða eftirlit með heilsu og geðheilsu geimfara eftir að þeir eru ráðnir. Hingað til hefur ekkert eftirlit verið með geðheilsu þeirra eftir að þeir hefja störf.
Talsmaður NASA, Shana Dale, sagði við fréttamenn að geimfarar framkvæmdu ótrúleg afrek en stofnunin þyrfti vissulega að fylgjast betur með geimförum sínum.
Lisa Nowak, geimfari NASA, reyndi að ræna Colleen Shipman, starfsmanni NASA, þar sem hún hélt að þær væru keppinautar um ástir sama mannsins. Nowak var síðan sleppt á reynslu á miðvikudaginn var og mun fara í ýmis sálfræðipróf í höfuðstöðvum NASA á næstunni.