Bosh hafði betur gegn Howard í frábæru einvígi 8. febrúar 2007 03:50 Chris Bosh og T.J. Ford fagna hér einni af körfum Bosh í sigrinum á Orlando í nótt NordicPhotos/GettyImages Toronto Raptors er heldur betur á góðu skriði í NBA deildinni þessa dagana og í nótt vann liðið fjórða leikinn í röð og þann níunda af síðustu ellefu þegar liðið skellti Orlando Magic 113-103. Stjörnuleikmennirnir Dwight Howard og Chris Bosh háðu mikið einvígi í leiknum og fóru báðir á kostum. Chris Bosh skoraði 31 af 41 stigi sínu í síðari háfleik og hirti auk þess 8 fráköst, en þetta var persónulegt met hjá Bosh á ferlinum. Dwight Howard skoraði 32 stig og hirti 9 fráköst hjá Orlando og hitti úr 13 af 14 skotum sínum. Toronto er nú komið þremur leikjum yfir 50% vinningshlutfallið í fyrsta sinn svo seint á tímabili síðan árið 2002.Þriðja tap Clippers í röð Cleveland hefur ekki gengið vel undanfarið en mætti í gær liði sem er í jafnvel enn meiri vandræðum, LA Clippers. Cleveland hafði auðveldan sigur í leiknum 94-77 og það þrátt fyrir slakan leik frá LeBron James sem á við meiðsli að stríða. Sasha Pavlovic skoraði 16 stig fyrir Cleveland líkt og Zydrunas Ilgauskas, sem auk þess hirti 16 fráköst. Elton Brand skoraði 21 stig fyrir Clippers sem tapaði þriðja leiknum í röð. Seattle vann góðan útisigur á Indiana 103-102 á útivelli þar sem Ray Allen skoraði 33 stig fyrir Seattle en vandræðagemsinn Jamal Tinsley skoraði 25 stig fyrir heimamenn í Indiana sem voru án Jermaine O´Neal sem er meiddur á hné. Stuðningsmenn Indiana bauluðu á Tinsley þegar hann var kynntur til leiks í kvöld, en hann komst aftur í kast við lögin á mánudagskvöldið og er sakaður um að hafa barið kráareiganda í borginni.Auðvelt hjá San Antonio San Antonio rótburstaði Washington á útivelli 110-83 í sjónvarpsleiknum á NBA TV sem var aldrei spennandi eftir að San Antonio náði strax 10 stiga forskoti í byrjun og lét forystuna aldrei af hendi eftir það. Tony Parker skoraði 14 af 20 stigum sínum í fyrsta leikhluta og Tim Duncan skoraði einnig 20 stig fyrir San Antonio sem hefur nú unnið tvo af fjórum fyrstu leikjum sínum á löngu keppnisferðalagi - en enn eru um 15.000 kílómetrar eftir í flugi á keppnisferðinni árlegu hjá liðinu. Gilbert Arenas skoraði 29 stig fyrir Washington, sem hefur tapað þremur af fjórum leikjum sínum eftir að Antawn Jamison meiddist á dögunum.Garnett með þrennu Kevin Garnett fór á kostum þegar Minnesota burstaði Golden State 121-93 á heimavelli. Garnett skoraði 17 stig, hirti 15 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í leiknum, en Ricky Davis var stigahæstur heimamanna með 26 stig. Sarunas Jasikevicius skoraði 20 stig fyrir Golden State. Þess má geta að Kevin Garnett var aðeins tveimur stoðsendingum frá því að vera kominn með þrefalda tvennu strax í hálfleik í gær, en náði þrennunni þegar þrjár mínútur voru eftir af þriðja leikhlutanum.16. heimasigur Dallas í röð Dallas vann sinn 16. heimasigur í röð þegar liðið lagði Memphis Grizzlies 113-97. Dallas virtist ætla að stinga af í leiknum eftir að hafa verið yfir 65-45 í háfleik, en þrjóskir leikmenn Memphis neituðu að gefast upp og náðu tvisvar góðum skorpum í síðari hálfleiknum. Dallas hélt þó alltaf velli undir forystu Dirk Nowitzki sem fór hamförum með 38 stig, 10 fráköst, 6 stoðsendingar og 4 varin skot. Hann hitti m.a. úr 7 fyrstu skotum sínum í leiknum. Spánverjinn Pau Gasol var bestur í liði Memphis með 29 stig og Mike Miller bætti við 21 stigi. Memphis hefur tapað 21 af 24 leikjum sínum á útivelli í vetur. Drama í Denver New Orleans vann dramatískan útisigur á Denver í framlengdum leik 114-112 þar sem Desmond Mason var hetja New Orleans og skoraði sigurkörfuna um leið og leiktíminn rann út í framlengingunni. Hann var auk þess stigahæstur í liði New Orleans með 23 stig. Carmelo Anthony skoraði 27 stig og hirti 9 fráköst í liði Denver og Allen Iverson skoraði 22 stig í sínum fyrsta leik eftir meiðsli. Mjög illa hefur gengið hjá Denver síðan Allen Iverson gekk í raðir liðsins fyrir nokkrum vikum, en það má eflaust skrifast að stórum hluta á meiðsli sem verið hafa í herbúðum Denver. Miami færði Boston 16. tapið í röð með fyrirhafnarlitlum 91-79 sigri á útivelli. Dwyane Wade skoraði 30 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Miami en Ryan Gomes skoraði 15 stig fyrir lánlaust lið Boston, sem hefur ekki unnið leik síðan 5. janúar. New Jersey lenti í enn einum taugaspennuleiknum en hafði loks sigur í einum slíkum þegar liðið lagði Atlanta 87-85 þar sem Vince Carter tryggði liðinu sigur í lokin. Carter skoraði 22 stig fyrir New Jersey en Josh Smith skoraði 20 fyrir Atlanta. Philadelphia er komið upp úr neðsta sætinu í Austurdeildinni eftir fínan sigur á Charlotte í nótt 92-83. Andre Iquodala skoraði 27 stig fyrir Philadelphia en Gerald Wallace og Emeka Okafor voru báðir með 16 stig og 8 fráköst fyrir Charlotte. NBA Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Sport Fleiri fréttir Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Sjá meira
Toronto Raptors er heldur betur á góðu skriði í NBA deildinni þessa dagana og í nótt vann liðið fjórða leikinn í röð og þann níunda af síðustu ellefu þegar liðið skellti Orlando Magic 113-103. Stjörnuleikmennirnir Dwight Howard og Chris Bosh háðu mikið einvígi í leiknum og fóru báðir á kostum. Chris Bosh skoraði 31 af 41 stigi sínu í síðari háfleik og hirti auk þess 8 fráköst, en þetta var persónulegt met hjá Bosh á ferlinum. Dwight Howard skoraði 32 stig og hirti 9 fráköst hjá Orlando og hitti úr 13 af 14 skotum sínum. Toronto er nú komið þremur leikjum yfir 50% vinningshlutfallið í fyrsta sinn svo seint á tímabili síðan árið 2002.Þriðja tap Clippers í röð Cleveland hefur ekki gengið vel undanfarið en mætti í gær liði sem er í jafnvel enn meiri vandræðum, LA Clippers. Cleveland hafði auðveldan sigur í leiknum 94-77 og það þrátt fyrir slakan leik frá LeBron James sem á við meiðsli að stríða. Sasha Pavlovic skoraði 16 stig fyrir Cleveland líkt og Zydrunas Ilgauskas, sem auk þess hirti 16 fráköst. Elton Brand skoraði 21 stig fyrir Clippers sem tapaði þriðja leiknum í röð. Seattle vann góðan útisigur á Indiana 103-102 á útivelli þar sem Ray Allen skoraði 33 stig fyrir Seattle en vandræðagemsinn Jamal Tinsley skoraði 25 stig fyrir heimamenn í Indiana sem voru án Jermaine O´Neal sem er meiddur á hné. Stuðningsmenn Indiana bauluðu á Tinsley þegar hann var kynntur til leiks í kvöld, en hann komst aftur í kast við lögin á mánudagskvöldið og er sakaður um að hafa barið kráareiganda í borginni.Auðvelt hjá San Antonio San Antonio rótburstaði Washington á útivelli 110-83 í sjónvarpsleiknum á NBA TV sem var aldrei spennandi eftir að San Antonio náði strax 10 stiga forskoti í byrjun og lét forystuna aldrei af hendi eftir það. Tony Parker skoraði 14 af 20 stigum sínum í fyrsta leikhluta og Tim Duncan skoraði einnig 20 stig fyrir San Antonio sem hefur nú unnið tvo af fjórum fyrstu leikjum sínum á löngu keppnisferðalagi - en enn eru um 15.000 kílómetrar eftir í flugi á keppnisferðinni árlegu hjá liðinu. Gilbert Arenas skoraði 29 stig fyrir Washington, sem hefur tapað þremur af fjórum leikjum sínum eftir að Antawn Jamison meiddist á dögunum.Garnett með þrennu Kevin Garnett fór á kostum þegar Minnesota burstaði Golden State 121-93 á heimavelli. Garnett skoraði 17 stig, hirti 15 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í leiknum, en Ricky Davis var stigahæstur heimamanna með 26 stig. Sarunas Jasikevicius skoraði 20 stig fyrir Golden State. Þess má geta að Kevin Garnett var aðeins tveimur stoðsendingum frá því að vera kominn með þrefalda tvennu strax í hálfleik í gær, en náði þrennunni þegar þrjár mínútur voru eftir af þriðja leikhlutanum.16. heimasigur Dallas í röð Dallas vann sinn 16. heimasigur í röð þegar liðið lagði Memphis Grizzlies 113-97. Dallas virtist ætla að stinga af í leiknum eftir að hafa verið yfir 65-45 í háfleik, en þrjóskir leikmenn Memphis neituðu að gefast upp og náðu tvisvar góðum skorpum í síðari hálfleiknum. Dallas hélt þó alltaf velli undir forystu Dirk Nowitzki sem fór hamförum með 38 stig, 10 fráköst, 6 stoðsendingar og 4 varin skot. Hann hitti m.a. úr 7 fyrstu skotum sínum í leiknum. Spánverjinn Pau Gasol var bestur í liði Memphis með 29 stig og Mike Miller bætti við 21 stigi. Memphis hefur tapað 21 af 24 leikjum sínum á útivelli í vetur. Drama í Denver New Orleans vann dramatískan útisigur á Denver í framlengdum leik 114-112 þar sem Desmond Mason var hetja New Orleans og skoraði sigurkörfuna um leið og leiktíminn rann út í framlengingunni. Hann var auk þess stigahæstur í liði New Orleans með 23 stig. Carmelo Anthony skoraði 27 stig og hirti 9 fráköst í liði Denver og Allen Iverson skoraði 22 stig í sínum fyrsta leik eftir meiðsli. Mjög illa hefur gengið hjá Denver síðan Allen Iverson gekk í raðir liðsins fyrir nokkrum vikum, en það má eflaust skrifast að stórum hluta á meiðsli sem verið hafa í herbúðum Denver. Miami færði Boston 16. tapið í röð með fyrirhafnarlitlum 91-79 sigri á útivelli. Dwyane Wade skoraði 30 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Miami en Ryan Gomes skoraði 15 stig fyrir lánlaust lið Boston, sem hefur ekki unnið leik síðan 5. janúar. New Jersey lenti í enn einum taugaspennuleiknum en hafði loks sigur í einum slíkum þegar liðið lagði Atlanta 87-85 þar sem Vince Carter tryggði liðinu sigur í lokin. Carter skoraði 22 stig fyrir New Jersey en Josh Smith skoraði 20 fyrir Atlanta. Philadelphia er komið upp úr neðsta sætinu í Austurdeildinni eftir fínan sigur á Charlotte í nótt 92-83. Andre Iquodala skoraði 27 stig fyrir Philadelphia en Gerald Wallace og Emeka Okafor voru báðir með 16 stig og 8 fráköst fyrir Charlotte.
NBA Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Sport Fleiri fréttir Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Sjá meira