Bandaríski kvikmyndaleikarinn og leikstjórinn Clint Eastwood hefur hlotið æðstu viðurkenningu frakka, Heiðursverðlaunamedalíuna. Viðurkenningin var veitt við hátíðlega athöfn í Elysee höllinni í París í dag.
Jacques Chirac forseti Frakklands kallaði nýjustu myndir leikstjórans, Flags of our fathers og Letters from Iwo Jima; "kennslustundir í manngæsku.
Viðurkenningin er veitt í fimm flokkum og fékk Clint viðurkenninguna á neðsta stigi, riddaraviðurkenningu.
Napoleon Bonaparte veitti verðlaunin fyrst árið 1804.