
Fótbolti
Þrautaganga Real heldur áfram - Beckham sá rautt

Real Madrid er enn að hiksta í spænsku deildinni í fótbolta og í kvöld náði liðið aðeins markalausu jafntefli gegn Real Betis á heimavelli sínum Santiago Bernabeu í Madrid. David Beckham fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins sem sýndur var beint á Sýn. Bein útsending frá leik Zaragoza og Villarreal hefst klukkan 21.