NBA molar: Nash ætlar að spila í kvöld 20. febrúar 2007 17:11 Steve Nash ætlar að láta reyna á axlarmeiðslin gegn Clippers í kvöld NordicPhotos/GettyImages Deildarkeppnin í NBA hefst á ný í kvöld eftir stutt hlé vegna stjörnuleiksins. Steve Nash ætlar að spila aftur eftir meiðsli, Michael Jordan ritar leikmönnum Bobcats bréf, Mutombo ætlar að spila á næsta ári, Radmanovic meiddur hjá Lakers, Payton og Cassell sýknaðir af líkamsárás, og Pat Riley viðurkennir mistök. Steve Nash hjá Phoenix Suns hefur nú verið frá keppni í um hálfan mánuð vegna axlarmeiðsla og hefur lið Phoenix fyrir vikið dregist aftur úr Dallas í toppbaráttunni í Vesturdeildinni. Phoenix sækir LA Clippers heim í kvöld. Gamla brýnið Dikembe Mutombo hjá Houston Rockets hefur lýst því yfir að hann ætli að spila eitt ár enn í NBA deildinni. Hann er fertugur og er elsti leikmaður deildarinnar. Mutombo á að baki yfir 1100 leiki í deildinni þar sem hann hefur spilað með sex liðum á sextán ára ferli. Michael Jordan hefur ekki verið áberandi síðan hann keypti sig inn í lið Charlotte Bobcats á sínum tíma, en hann ritaði leikmönnum liðsins bréf um helgina þar sem hann lýsti yfir óánægju sinni með árangur liðsins í vetur. Ekkert lið í deildinni borgar eins lág laun og Bobcats og því er plássið undir launaþakinu feikinóg. Eigendur liðsins hafa lýst því yfir að ekkert verði til sparað ef réttir leikmenn verði á lausu í sumar og fór Jordan þess á leit við leikmenn að þeir leggðu jafn hart að sér og hann sjálfur til að koma þessu yngsta félagi í deildinni á réttan kjöl. Serbinn Vladimir Radmanovic fór úr axlarlið á æfingu liðsins á dögunum og er talið að hann verði frá keppni í einar átta vikur vegna þessa. Þetta eru ekki góð tíðindi fyrir leikmanninn þar sem hann hefur verið að vinna sig hægt og bítandi inn í hópinn hjá Phil Jackson. Þeir Gary Payton hjá Miami, Sam Cassell hjá LA Clippers og fyrrum leikmaðurinn Jason Caffey voru á dögunum hreinsaðir af öllum sökum fyrir rétti. Þremenningarnir voru árið 2003 sakaðir um að hafa ráðist á nektardansmær fyrir utan strípibúllu í Toronto það árið, en þeir voru þá liðsfélagar hjá Milwaukee Bucks. Dansmærin og útkastari á búllunni báru við þokukenndri sjón og krónískum bakverkjum eftir viðskipti sín við leikmennina, en dómari vísaði dramatískum vitnisburði þeirra frá. Pat Riley hefur nú snúið aftur í þjálfarastólinn hjá meisturum Miami Heat eftir að hafa gengist undir tvo uppskurði. Riley viðurkenndi við endurkomuna að hann hefði átt að fara miklu fyrr í þessar aðgerðir, því hann hafi verið orðinn uppstökkur, argur og leiður á að þjálfa vegna heilsubrests og viðurkennir að hafa alls ekki sinnt starfi sínu nógu vel í haust. Að lokum er rétt að minna á leik Milwaukee og Detroit í beinni á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan eitt eftir miðnætti í kvöld, en þá verða tíu leikir á dagskrá. NBA Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira
Deildarkeppnin í NBA hefst á ný í kvöld eftir stutt hlé vegna stjörnuleiksins. Steve Nash ætlar að spila aftur eftir meiðsli, Michael Jordan ritar leikmönnum Bobcats bréf, Mutombo ætlar að spila á næsta ári, Radmanovic meiddur hjá Lakers, Payton og Cassell sýknaðir af líkamsárás, og Pat Riley viðurkennir mistök. Steve Nash hjá Phoenix Suns hefur nú verið frá keppni í um hálfan mánuð vegna axlarmeiðsla og hefur lið Phoenix fyrir vikið dregist aftur úr Dallas í toppbaráttunni í Vesturdeildinni. Phoenix sækir LA Clippers heim í kvöld. Gamla brýnið Dikembe Mutombo hjá Houston Rockets hefur lýst því yfir að hann ætli að spila eitt ár enn í NBA deildinni. Hann er fertugur og er elsti leikmaður deildarinnar. Mutombo á að baki yfir 1100 leiki í deildinni þar sem hann hefur spilað með sex liðum á sextán ára ferli. Michael Jordan hefur ekki verið áberandi síðan hann keypti sig inn í lið Charlotte Bobcats á sínum tíma, en hann ritaði leikmönnum liðsins bréf um helgina þar sem hann lýsti yfir óánægju sinni með árangur liðsins í vetur. Ekkert lið í deildinni borgar eins lág laun og Bobcats og því er plássið undir launaþakinu feikinóg. Eigendur liðsins hafa lýst því yfir að ekkert verði til sparað ef réttir leikmenn verði á lausu í sumar og fór Jordan þess á leit við leikmenn að þeir leggðu jafn hart að sér og hann sjálfur til að koma þessu yngsta félagi í deildinni á réttan kjöl. Serbinn Vladimir Radmanovic fór úr axlarlið á æfingu liðsins á dögunum og er talið að hann verði frá keppni í einar átta vikur vegna þessa. Þetta eru ekki góð tíðindi fyrir leikmanninn þar sem hann hefur verið að vinna sig hægt og bítandi inn í hópinn hjá Phil Jackson. Þeir Gary Payton hjá Miami, Sam Cassell hjá LA Clippers og fyrrum leikmaðurinn Jason Caffey voru á dögunum hreinsaðir af öllum sökum fyrir rétti. Þremenningarnir voru árið 2003 sakaðir um að hafa ráðist á nektardansmær fyrir utan strípibúllu í Toronto það árið, en þeir voru þá liðsfélagar hjá Milwaukee Bucks. Dansmærin og útkastari á búllunni báru við þokukenndri sjón og krónískum bakverkjum eftir viðskipti sín við leikmennina, en dómari vísaði dramatískum vitnisburði þeirra frá. Pat Riley hefur nú snúið aftur í þjálfarastólinn hjá meisturum Miami Heat eftir að hafa gengist undir tvo uppskurði. Riley viðurkenndi við endurkomuna að hann hefði átt að fara miklu fyrr í þessar aðgerðir, því hann hafi verið orðinn uppstökkur, argur og leiður á að þjálfa vegna heilsubrests og viðurkennir að hafa alls ekki sinnt starfi sínu nógu vel í haust. Að lokum er rétt að minna á leik Milwaukee og Detroit í beinni á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan eitt eftir miðnætti í kvöld, en þá verða tíu leikir á dagskrá.
NBA Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira