Hatur og bókhaldsbrot 22. febrúar 2007 18:45 Jón Gerald Sullenberger viðurkenndi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að hafa tekið þátt í bókhaldsbroti með Baugsmönnum. Jón Ásgeir segir málið til komið vegna samblöndu af pólitískri óvild og hatri Jóns Geralds í sinn garð. Jón Ásgeir sagði að Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hefði haft mikla óvild í garð fyrirtækisins en það hefði komið skýrt fram á fundi hans með Hreini Loftssyni, stjórnarformanni Baugs. Umræddur fundur Hreins og Davíðs var í London skömmu áður en lögreglan hóf að rannsaka Baug. Á fundinum hafi hann hótaði því að Baugur yrði fyrir barðinu á skattinum eða öðrum. Hann sagðist ekki geta skýrt þessa óvild Davíðs í garð fyrirtækisins en hann hafi notað félagið sem blóraböggul fyrir hárri verðbólgu á þessum tíma. Lögreglurannsóknin og afleiðingar hennar hefðu neytt þá til að afskrá fyrirtækið Í dag var einnig fjallað um brot Jón Gerald Sullenberger. Honum er gefið að sök að hafa aðstoðað Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóra Baugs og Tryggva Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóra fyrirtækisins, við að rangfæra bókhald Baugs með því að útbúa tilhæfulausan kreditreikning sem fól í sér að félag hans, Nordica, skuldaði Baugi um 62 milljónir króna. Hann játaði það fyrir dómi í dag en sagðist hafa gert reikninginn að beiðni Trygga. Við yfirheyrslur í morgun sagði Jón Gerald enn fremur að aðdraganda málsins mætti rekja til ársins 1999 þegar Nordica, félag hans, hefði gert samninga við Baugsmenn um viðskipti úr vöruhúsi Nordica fyrir tvær milljónir dollara á ári. Það hefði ekki staðist og hann hefði ítrekað leitað eftir fundum vegna þess en ekki fengið. Mælirinn hafi hins vegar orðið fullur í júní 2002 þegar kona hans hefði sagt honum frá því Jón Ásgeir Jóhannesson hefði reynt við sig í partíi nokkrum árum áður. Jón Ásgeir sagði ósatt að hann hefði stigið í vænginn við konu Jóns Geralds eins og fullyrt hefði verið. Fréttastofan hefur jafnframt heimildir fyrir því að verjendur Jóns Ásgeirs ætli að kalla fyrir dóminn vitni sem voru um umræddu partýi sem staðfesta að hann hafi ekki reynt við konu Jóns Geralds en hún sjálf á einnig eftir að bera vitni og upplýsa um sinn þátt í málinu. Á morgun verður lokið við skýrslutöku yfir Jóni Geraldi. Fréttir Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
Jón Gerald Sullenberger viðurkenndi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að hafa tekið þátt í bókhaldsbroti með Baugsmönnum. Jón Ásgeir segir málið til komið vegna samblöndu af pólitískri óvild og hatri Jóns Geralds í sinn garð. Jón Ásgeir sagði að Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hefði haft mikla óvild í garð fyrirtækisins en það hefði komið skýrt fram á fundi hans með Hreini Loftssyni, stjórnarformanni Baugs. Umræddur fundur Hreins og Davíðs var í London skömmu áður en lögreglan hóf að rannsaka Baug. Á fundinum hafi hann hótaði því að Baugur yrði fyrir barðinu á skattinum eða öðrum. Hann sagðist ekki geta skýrt þessa óvild Davíðs í garð fyrirtækisins en hann hafi notað félagið sem blóraböggul fyrir hárri verðbólgu á þessum tíma. Lögreglurannsóknin og afleiðingar hennar hefðu neytt þá til að afskrá fyrirtækið Í dag var einnig fjallað um brot Jón Gerald Sullenberger. Honum er gefið að sök að hafa aðstoðað Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóra Baugs og Tryggva Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóra fyrirtækisins, við að rangfæra bókhald Baugs með því að útbúa tilhæfulausan kreditreikning sem fól í sér að félag hans, Nordica, skuldaði Baugi um 62 milljónir króna. Hann játaði það fyrir dómi í dag en sagðist hafa gert reikninginn að beiðni Trygga. Við yfirheyrslur í morgun sagði Jón Gerald enn fremur að aðdraganda málsins mætti rekja til ársins 1999 þegar Nordica, félag hans, hefði gert samninga við Baugsmenn um viðskipti úr vöruhúsi Nordica fyrir tvær milljónir dollara á ári. Það hefði ekki staðist og hann hefði ítrekað leitað eftir fundum vegna þess en ekki fengið. Mælirinn hafi hins vegar orðið fullur í júní 2002 þegar kona hans hefði sagt honum frá því Jón Ásgeir Jóhannesson hefði reynt við sig í partíi nokkrum árum áður. Jón Ásgeir sagði ósatt að hann hefði stigið í vænginn við konu Jóns Geralds eins og fullyrt hefði verið. Fréttastofan hefur jafnframt heimildir fyrir því að verjendur Jóns Ásgeirs ætli að kalla fyrir dóminn vitni sem voru um umræddu partýi sem staðfesta að hann hafi ekki reynt við konu Jóns Geralds en hún sjálf á einnig eftir að bera vitni og upplýsa um sinn þátt í málinu. Á morgun verður lokið við skýrslutöku yfir Jóni Geraldi.
Fréttir Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira