Davíð kallaði forsvarsmenn Baugs glæpamenn 26. febrúar 2007 10:45 Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri, kallaði forsvarsmenn Baugs glæpamenn sem væru á leið í fangelsi á fundi með Hreini Loftssyni, stjórnarformanni Baugs, í Lundúnum í janúar 2002. Frá þessu greindi Hreinn í réttarsal í morgun. Davíð sagðist einnig algjörlega andvígur því að íslensku bankarnir styddu Baug í áhættufjárfestingum erlendis. Hreinn óskaði eftir fundinum með Davíð en á honum komu fram mjög alvarlegar ásakanir í garð Baugs og forsvarsmanna fyrirtæksins. Hreinn var á þessum tíma formaður einkavæðingarnefndar og ætlaði á fundinum að segja af sér. Hreinn var spurður út í fundinn fyrir dómi í dag og þar sagði hann Davíð hafa sakað fyrirtækið um að flytja úr landi fjármagn til að taka þátt í áhættufjárfestingum. Hreinn sagði Davíð hafa sagt forsvarsmenn fyrirtækisins allt glæpamenn sem væru á leið í fangelsi. Hann sakaði einnig Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson um að hafa notað fyrirtæki í Bandaríkjunum til að selja vörur til Baugs á hærra verði en þeir þurftu og hirða svo gróðann sjálfir. Á þessum tíma var Baugur í samstarfi við Vöruhúsið í Bandaríkjunum sem var í eigu Nordica, fyrirtækis Jóns Geralds Sullenberger. Hreinn sagði það hafa komið fram á fundinum að Davíð væri algjörlega andvígur því að íslensku bankarnir styddu Baug í áhættufjárfestingum erlendis. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, spurði Hrein hvort Davíð hefði hótað Baugi lögreglu- og skattrannsókn, líkt og Jón Ásgeir sagði fyrir rétti í síðustu viku. Hreinn svaraði því neitandi en að þungi hefði verið í ásökunum Davíðs og þær hefðu gert honum bilt við. Sigurður spurði Hrein einnig hvort hann hefði komið þeim skilaboðum til Davíðs að Baugur hefði verið til í að greiða fé til að losna við rannsókn. Hreinn svaraði því neitandi og sagði ásökun um það vera „ einhver smjörklípa sem er svo ósvífin að ég kemst ekki yfir það". Hreinn sagði mikla umræðu hafa verið um fyrirtækið í þjóðfélaginu haustið 2001 í tengslum við verðbólgu. Harkaleg umræða fór meðal annars fram á þingi um Baug og þess krafist að fyrirtækið yrði brotið upp. Fundurinn hefði svo gefið forsvarmönnum fyrirtækisins tilefni til að fara ofan í saumana á rekstri þess. Hreinn tók við sem stjórnarformaður Baugs um áramótin 1999 og 2000 en tók sér hlé frá störfum frá maí 2002 fram í október sama ár. Hreinn Loftsson er fyrsta vitnið í málinu en alls eru þau um nítíu. Eftir hádegi mæta svo Sigfús R. Sigfússon og Jóhannes Jónsson í réttarsal. Fréttir Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri, kallaði forsvarsmenn Baugs glæpamenn sem væru á leið í fangelsi á fundi með Hreini Loftssyni, stjórnarformanni Baugs, í Lundúnum í janúar 2002. Frá þessu greindi Hreinn í réttarsal í morgun. Davíð sagðist einnig algjörlega andvígur því að íslensku bankarnir styddu Baug í áhættufjárfestingum erlendis. Hreinn óskaði eftir fundinum með Davíð en á honum komu fram mjög alvarlegar ásakanir í garð Baugs og forsvarsmanna fyrirtæksins. Hreinn var á þessum tíma formaður einkavæðingarnefndar og ætlaði á fundinum að segja af sér. Hreinn var spurður út í fundinn fyrir dómi í dag og þar sagði hann Davíð hafa sakað fyrirtækið um að flytja úr landi fjármagn til að taka þátt í áhættufjárfestingum. Hreinn sagði Davíð hafa sagt forsvarsmenn fyrirtækisins allt glæpamenn sem væru á leið í fangelsi. Hann sakaði einnig Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson um að hafa notað fyrirtæki í Bandaríkjunum til að selja vörur til Baugs á hærra verði en þeir þurftu og hirða svo gróðann sjálfir. Á þessum tíma var Baugur í samstarfi við Vöruhúsið í Bandaríkjunum sem var í eigu Nordica, fyrirtækis Jóns Geralds Sullenberger. Hreinn sagði það hafa komið fram á fundinum að Davíð væri algjörlega andvígur því að íslensku bankarnir styddu Baug í áhættufjárfestingum erlendis. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, spurði Hrein hvort Davíð hefði hótað Baugi lögreglu- og skattrannsókn, líkt og Jón Ásgeir sagði fyrir rétti í síðustu viku. Hreinn svaraði því neitandi en að þungi hefði verið í ásökunum Davíðs og þær hefðu gert honum bilt við. Sigurður spurði Hrein einnig hvort hann hefði komið þeim skilaboðum til Davíðs að Baugur hefði verið til í að greiða fé til að losna við rannsókn. Hreinn svaraði því neitandi og sagði ásökun um það vera „ einhver smjörklípa sem er svo ósvífin að ég kemst ekki yfir það". Hreinn sagði mikla umræðu hafa verið um fyrirtækið í þjóðfélaginu haustið 2001 í tengslum við verðbólgu. Harkaleg umræða fór meðal annars fram á þingi um Baug og þess krafist að fyrirtækið yrði brotið upp. Fundurinn hefði svo gefið forsvarmönnum fyrirtækisins tilefni til að fara ofan í saumana á rekstri þess. Hreinn tók við sem stjórnarformaður Baugs um áramótin 1999 og 2000 en tók sér hlé frá störfum frá maí 2002 fram í október sama ár. Hreinn Loftsson er fyrsta vitnið í málinu en alls eru þau um nítíu. Eftir hádegi mæta svo Sigfús R. Sigfússon og Jóhannes Jónsson í réttarsal.
Fréttir Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira