Jóhannes spurður út í bátamál á Miami 26. febrúar 2007 16:58 Yfirheyrslum yfir Jóhannesi Jónssyni, oft kenndum við Bónus, í tengslum við endurákærur í Baugsmálinu lauk um fjögurleytið en hann hafði setið fyrir svörum frá því laust fyrir klukkan tvö. Við upphaf yfirheyrslunnar var honum bent á að samkvæmt lögum gæti hann skorast undan því að bera vitni í málinu þar sem venslamaður hans, sonurinn Jón Ásgeir Jóhannesson, væri ákærður í málinu. Honum væri einnig heimilt að vitna í málinu en neita að svara einstökum spurningum. Þann kost valdi Jóhannes. Jóhannes var spurður út í flesta ákæruliði málsins, þar á meðal meintar ólöglegar lánveitingar Baugs til Gaums sem syni hans Jóni er gefið að sök. Þar tók hann undir orð Jóns Ásgeirs um þann hátt að Gaumur hefði farið á undan Baugi í fjárfestingum og þannig tekið áhættuna af viðskiptunum en fjárfestingin svo færð inn í Baug. Fjölmörgum spurningum saksóknara tengdu þessu sagðist Jóhannes ekki geta svarað þar sem hann hefði ekki verið inn í málunum. Töluverður tími fór spurningar tengdar skemmtibátunum þremur Viking I, Viking II og Thee Viking, en samkvæmt 18. ákærulið er Jóni Ásgeiri og Tryggva Jónssyni, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, gefinn að sök að hafa dregið Gaumi frá Baugi til þess að fjármagna eignarhlutdeild Gaums í skemmtibátnum Thee Viking. Fram kom í máli Jóhannesar að fjölskyldufyrirtækið Gaumur hefði lagt fram um 40 milljónir króna vegna bátanna þriggja og að þeir fjármunir hefðu runnið í hendur Jóns Geralds Sullenberger, eiganda Nordica. Sagði Jóhannes að hann hefði litið svo á að hugmyndin væri að gera síðar samning um eignarhald á bátnum Thee Viking með framlög Gaums í huga en Jón Gerald var skráður eigandi bátsins. Af því hefði aldrei orðið eins og menn vissu nú. Jóhannes var spurður út í það hvernig hefði staðið til að nota bátana og sagði hann að ætlunin hefði verið að nota þá til ánægjuauka. Þetta væri svipað eins og að eiga hús í útlöndum, eins og margir ættu nú, en málið hefði vakið mikla athygli vegna þess að þessi bústaður væri á floti. Jóhannes var einnig spurður út í 31 reikning frá Nordica til Baugs sem liggur til grundvallar 18. ákærulið og ákæruvaldið heldur fram að hafi verið gefnir út til að fjármagna eignarhlutdeild Gaums í Thee Viking. Jóhannes sagðist ekki betur sjá en að þessir reikningar hefðu verið greiddir fyrir þjónustu Nordica fyrir Baug í Bandaríkjunum. Dómari spurði einnig hvað hefði orðið af Thee Viking en Jóhannes sagðist ekki vita það. Báturinn væri gleymdur í hans huga. Jóhannes var enn fremur spurður út í 19. ákærulið endurákærunnar sem lýtur að meintum fjárdrætti Tryggva Jónssonar sem á að hafa látið Baug borga 1,3 milljónir króna af persónulegum útgjöldum sínum í Bandaríkjunum á tímabilinu janúar 2000 til febrúar 2002. Var þar sláttudráttavél sérstaklega rædd en hún var keypt með greiðslukorti sem Nordica hafði fengið frá Baugi. Sagði Jóhannes að hann hefði verið með Tryggva þegar umrædd slátturdráttavél var keypt í Sears á Miami og Tryggvi hefði sérstaklega lýst því yfir að þessi kaup ættu að fara á persónulegan reikning sinn. Var hann spurður hvort hann hefði fylgst með vélinni og svaraði Jóhannes því til að hann hefði verið viðstaddur þegar vélin fór í gang. Skýrslutaka af vitnum í málinu heldur áfram á málinu á morgun en þá koma fyrir réttinn meðal annars Jóhanna Guðmundsdóttir, eiginkona Jóns Geralds, og Kristín Jóhannessdóttir, systir Jóns Ásgeirs Fréttir Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Yfirheyrslum yfir Jóhannesi Jónssyni, oft kenndum við Bónus, í tengslum við endurákærur í Baugsmálinu lauk um fjögurleytið en hann hafði setið fyrir svörum frá því laust fyrir klukkan tvö. Við upphaf yfirheyrslunnar var honum bent á að samkvæmt lögum gæti hann skorast undan því að bera vitni í málinu þar sem venslamaður hans, sonurinn Jón Ásgeir Jóhannesson, væri ákærður í málinu. Honum væri einnig heimilt að vitna í málinu en neita að svara einstökum spurningum. Þann kost valdi Jóhannes. Jóhannes var spurður út í flesta ákæruliði málsins, þar á meðal meintar ólöglegar lánveitingar Baugs til Gaums sem syni hans Jóni er gefið að sök. Þar tók hann undir orð Jóns Ásgeirs um þann hátt að Gaumur hefði farið á undan Baugi í fjárfestingum og þannig tekið áhættuna af viðskiptunum en fjárfestingin svo færð inn í Baug. Fjölmörgum spurningum saksóknara tengdu þessu sagðist Jóhannes ekki geta svarað þar sem hann hefði ekki verið inn í málunum. Töluverður tími fór spurningar tengdar skemmtibátunum þremur Viking I, Viking II og Thee Viking, en samkvæmt 18. ákærulið er Jóni Ásgeiri og Tryggva Jónssyni, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, gefinn að sök að hafa dregið Gaumi frá Baugi til þess að fjármagna eignarhlutdeild Gaums í skemmtibátnum Thee Viking. Fram kom í máli Jóhannesar að fjölskyldufyrirtækið Gaumur hefði lagt fram um 40 milljónir króna vegna bátanna þriggja og að þeir fjármunir hefðu runnið í hendur Jóns Geralds Sullenberger, eiganda Nordica. Sagði Jóhannes að hann hefði litið svo á að hugmyndin væri að gera síðar samning um eignarhald á bátnum Thee Viking með framlög Gaums í huga en Jón Gerald var skráður eigandi bátsins. Af því hefði aldrei orðið eins og menn vissu nú. Jóhannes var spurður út í það hvernig hefði staðið til að nota bátana og sagði hann að ætlunin hefði verið að nota þá til ánægjuauka. Þetta væri svipað eins og að eiga hús í útlöndum, eins og margir ættu nú, en málið hefði vakið mikla athygli vegna þess að þessi bústaður væri á floti. Jóhannes var einnig spurður út í 31 reikning frá Nordica til Baugs sem liggur til grundvallar 18. ákærulið og ákæruvaldið heldur fram að hafi verið gefnir út til að fjármagna eignarhlutdeild Gaums í Thee Viking. Jóhannes sagðist ekki betur sjá en að þessir reikningar hefðu verið greiddir fyrir þjónustu Nordica fyrir Baug í Bandaríkjunum. Dómari spurði einnig hvað hefði orðið af Thee Viking en Jóhannes sagðist ekki vita það. Báturinn væri gleymdur í hans huga. Jóhannes var enn fremur spurður út í 19. ákærulið endurákærunnar sem lýtur að meintum fjárdrætti Tryggva Jónssonar sem á að hafa látið Baug borga 1,3 milljónir króna af persónulegum útgjöldum sínum í Bandaríkjunum á tímabilinu janúar 2000 til febrúar 2002. Var þar sláttudráttavél sérstaklega rædd en hún var keypt með greiðslukorti sem Nordica hafði fengið frá Baugi. Sagði Jóhannes að hann hefði verið með Tryggva þegar umrædd slátturdráttavél var keypt í Sears á Miami og Tryggvi hefði sérstaklega lýst því yfir að þessi kaup ættu að fara á persónulegan reikning sinn. Var hann spurður hvort hann hefði fylgst með vélinni og svaraði Jóhannes því til að hann hefði verið viðstaddur þegar vélin fór í gang. Skýrslutaka af vitnum í málinu heldur áfram á málinu á morgun en þá koma fyrir réttinn meðal annars Jóhanna Guðmundsdóttir, eiginkona Jóns Geralds, og Kristín Jóhannessdóttir, systir Jóns Ásgeirs
Fréttir Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira