Dallas Morning News heldur því fram í dag að stórskyttan Reggie Miller sé einn þeirra leikmanna sem komi til greina til sem síðasti maður inn í hóp liðsins fyrir úrslitakeppnina. Miller lagði skóna á hilluna árið 2005 en er sagður í mjög góðu formi og haft var eftir Mark Cuban eiganda Dallas að hann hefði áhuga á að fá Miller til að styrkja lið sitt.
Miller spilaði allan sinn feril með liði Indiana Pacers, þar sem hann skráði nafn sitt á spjöld sögunnar með hetjuskap á ögurstundu. Hann náði aldrei að verða meistari með Indiana en hefur skorað fleiri þriggja stiga körfur á ferlinum en nokkur annar leikmaður í sögu deildarinnar.