Chelsea hefur gengist við ákæru enska knattspyrnusambandsins um að hafa ekki haft stjórn á leikmönnum og / eða starfsmönnum sínum í úrslitaleik Carling bikarkeppninnar. Chelsea hefur þó beðið sambandið um áheyrn til þess að útskýra sína hlið á málinu. Sams konar kæra var lögð fram gegn Arsenal liðinu.
Í gær var Emmanuel Eboue dæmdur í þriggja leikja bann fyrir framkomu sína í leiknum. Hann mun því sitja á tréverkinu ásamt Kolo Toure og Emmanuel Adedbayor í næstu leikjum Arsenal. Liðið hefur 14 daga til þess að svara ákærunum en engar ákærur voru lagðar fram gegn framkvæmdastjórum liðanna tveggja, þeim Arsene Wenger og Jose Mourinho, þrátt fyrir að þeir hafi farið út á leikvöllinn þegar átökin stóðu sem hæst.
Chelsea viðurkennir brot sín

Mest lesið



Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield
Enski boltinn

Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný
Fótbolti




ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin
Íslenski boltinn

