Dauð og ómerk sannindi 3. mars 2007 06:15 Blaðamaður spyr: „Hvað varstu gamall þegar þú byrjaðir vímuefnaneyslu?" Bubbi svarar: „Ég hef verið sex ára. Þá byrjaði ég að reykja tóbak [...] af öllum vímugjöfum sem ég hef ánetjast er tóbakið sá vímugjafi sem hefur náð mestum tökum á mér." Þessi kafli er úr viðtali við Bubba Morthens sem birtist í Morgunblaðinu í október 2002. Tilefni viðtalsins er ný plata Bubba en þó fyrst og fremst forvarnarátak gegn fíkniefnum sem hann hafði staðið fyrir í fjölda grunn- og framhaldsskóla undir yfirskriftinni „Veldu rétt" í samstarfi við Esso. Ástæða fyrir því að þessi kafli er rifjaður hér upp er að á fimmtudag dæmdi Hæstiréttur dauð og ómerk ummælin „Bubbi fallinn" sem birtust á forsíðu tímaritsins Hér og nú sumarið 2005 og snerust um að Bubbi væri farinn að reykja á nýjan leik eftir nokkurt hlé. Rökstuðningurinn fyrir þeirri niðurstöðu hljómar svona: „Ekki var talið unnt að skilja forsíðufyrirsögnina öðruvísi en svo að fullyrt væri að Á [Ásbjörn Morthens] væri byrjaður að neyta vímuefna, enda væri þorra þjóðarinnar kunnugt um vímuefnaneyslu hans fyrr á árum." Hæstiréttur virðist sem sagt ekki skilgreina tóbak sem vímuefni. Það fer reyndar fyllilega saman við máltilfinningu þess sem hér skrifar. Ætli þorri fólks sé ekki sammála um að tóbak valdi fremur fíkn heldur en vímu? En eins og kaflinn hér að ofan ber með sér lítur Bubbi sjálfur á tóbak sem vímuefni. Og svo virðist sem höfundur fyrirsagnarinnar: „Bubbi fallinn", geti deilt þeim skilningi. Að því gefnu stendur fyrirsögnin þá fyllilega fyrir sínu, að Bubbi hafi verið byrjaður að neyta vímefna aftur eftir nokkurt hlé. Það er líka tóm tjara í niðurstöðu Hæstaréttar að ekki sé hægt að skilja orðið „fallinn" öðruvísi en að það tengist neyslu vímuefna. Fólk fellur í sælgætisbindindi, kaffibindindi, í megrun, og að sjálfsögðu í tóbaksbindindi eins og frétt Hér og nú fjallaði um. Auðvitað eru þetta tómar hártoganir um merkingu og gagnsæi orða; hvort þau hafi eina og aðeins eina tengingu í huga fólks. En þegar Hæstiréttur fellir dóm, þar sem ekki er gert ráð fyrir tvíræðni tungumálsins, er full ástæða til að rökstuðningur þar að baki sé skýr og taki af öll tvímæli. Sú er ekki raunin í þessu tilfelli. Það sem eftir stendur er að Hæstiréttur hefur augsýnilega ekki smekk fyrir þeirri tilvísun sem fyrirsögnin felur í sér í baráttu Bubba við eiturlyfjavandann. Enda er fyrirsögnin lágkúruleg og frekar ógeðfelld leið til að grípa athygli væntanlegra lesenda, en það er allt annar handleggur. Mergur málsins er að fyrirsögnin er ekki ósönn og hana er klárlega unnt að skilja á annan hátt en svo að hún vísi til ólöglegra vímugjafa. Hvernig hægt er að dæma hana dauða og ómerka er því óskiljanlegt. Allir stuðningsmenn ritfrelsis hljóta að mótmæla þessum dómi. En það sorglega er að það mun trauðla gerast þar sem blaðamennska af því tagi sem tímaritið Hér og nú ástundaði þykir ekki mjög virðuleg. Og því munu þeir sem venjulega hæst gala væntanlega láta lítið fyrir sér fara í þetta skiptið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun
Blaðamaður spyr: „Hvað varstu gamall þegar þú byrjaðir vímuefnaneyslu?" Bubbi svarar: „Ég hef verið sex ára. Þá byrjaði ég að reykja tóbak [...] af öllum vímugjöfum sem ég hef ánetjast er tóbakið sá vímugjafi sem hefur náð mestum tökum á mér." Þessi kafli er úr viðtali við Bubba Morthens sem birtist í Morgunblaðinu í október 2002. Tilefni viðtalsins er ný plata Bubba en þó fyrst og fremst forvarnarátak gegn fíkniefnum sem hann hafði staðið fyrir í fjölda grunn- og framhaldsskóla undir yfirskriftinni „Veldu rétt" í samstarfi við Esso. Ástæða fyrir því að þessi kafli er rifjaður hér upp er að á fimmtudag dæmdi Hæstiréttur dauð og ómerk ummælin „Bubbi fallinn" sem birtust á forsíðu tímaritsins Hér og nú sumarið 2005 og snerust um að Bubbi væri farinn að reykja á nýjan leik eftir nokkurt hlé. Rökstuðningurinn fyrir þeirri niðurstöðu hljómar svona: „Ekki var talið unnt að skilja forsíðufyrirsögnina öðruvísi en svo að fullyrt væri að Á [Ásbjörn Morthens] væri byrjaður að neyta vímuefna, enda væri þorra þjóðarinnar kunnugt um vímuefnaneyslu hans fyrr á árum." Hæstiréttur virðist sem sagt ekki skilgreina tóbak sem vímuefni. Það fer reyndar fyllilega saman við máltilfinningu þess sem hér skrifar. Ætli þorri fólks sé ekki sammála um að tóbak valdi fremur fíkn heldur en vímu? En eins og kaflinn hér að ofan ber með sér lítur Bubbi sjálfur á tóbak sem vímuefni. Og svo virðist sem höfundur fyrirsagnarinnar: „Bubbi fallinn", geti deilt þeim skilningi. Að því gefnu stendur fyrirsögnin þá fyllilega fyrir sínu, að Bubbi hafi verið byrjaður að neyta vímefna aftur eftir nokkurt hlé. Það er líka tóm tjara í niðurstöðu Hæstaréttar að ekki sé hægt að skilja orðið „fallinn" öðruvísi en að það tengist neyslu vímuefna. Fólk fellur í sælgætisbindindi, kaffibindindi, í megrun, og að sjálfsögðu í tóbaksbindindi eins og frétt Hér og nú fjallaði um. Auðvitað eru þetta tómar hártoganir um merkingu og gagnsæi orða; hvort þau hafi eina og aðeins eina tengingu í huga fólks. En þegar Hæstiréttur fellir dóm, þar sem ekki er gert ráð fyrir tvíræðni tungumálsins, er full ástæða til að rökstuðningur þar að baki sé skýr og taki af öll tvímæli. Sú er ekki raunin í þessu tilfelli. Það sem eftir stendur er að Hæstiréttur hefur augsýnilega ekki smekk fyrir þeirri tilvísun sem fyrirsögnin felur í sér í baráttu Bubba við eiturlyfjavandann. Enda er fyrirsögnin lágkúruleg og frekar ógeðfelld leið til að grípa athygli væntanlegra lesenda, en það er allt annar handleggur. Mergur málsins er að fyrirsögnin er ekki ósönn og hana er klárlega unnt að skilja á annan hátt en svo að hún vísi til ólöglegra vímugjafa. Hvernig hægt er að dæma hana dauða og ómerka er því óskiljanlegt. Allir stuðningsmenn ritfrelsis hljóta að mótmæla þessum dómi. En það sorglega er að það mun trauðla gerast þar sem blaðamennska af því tagi sem tímaritið Hér og nú ástundaði þykir ekki mjög virðuleg. Og því munu þeir sem venjulega hæst gala væntanlega láta lítið fyrir sér fara í þetta skiptið.
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun