Wade ætlar í endurhæfingu 5. mars 2007 17:13 Dwyane Wade ætlar að fresta uppskurði á öxl fram á vor eða sumar NordicPhotos/GettyImages Dwyane Wade, leikmaður Miami Heat og verðmætasti leikmaður lokaúrslitanna í NBA síðasta vor, tilkynnti nú síðdegis að hann ætli að reyna að vera með liði sínu í úrslitakeppninni sem hefst þann 21. apríl. Wade fór úr axlarlið á dögunum og þarf í uppskurð, en hann hefur nú ákveðið að reyna að fresta því þangað til í sumar. "Þetta var ekki auðveld ákvörðun, en ég gat ekki horft upp á það að sitja á hliðarlínunni sem áhorfandi í vor ef ég ætti á annað borð einhverja möguleika á að snúa aftur. Það auðveldaði ákvörðun mína að ég fékk grænt ljós frá læknum, en þetta þýðir alls ekki að ég verði örugglega klár í slaginn í vor. Ég á eftir að sjá hvernig gengur í endurhæfingunni á næstu tveimur til þremur vikum - og þá er hægt að taka endanlega ákvörðun um framhaldið," sagði Wade, sem er einn allra besti leikmaður NBA deildarinnar. Möguleikar Miami á að verja titil sinn hanga nú á herðum Wade, en liðið hefur átt í miklum meiðslum í allan vetur. Shaquille O´Neal er nú óðum að finna sitt gamla form eftir hnéuppskurð, en ljóst er að möguleikar liðsins í úrslitakeppninni dvína mjög ef Wade getur ekki verið með. Hann er sem stendur fjórði stigahæsti leikmaðurinn í NBA deildinni með um 28 stig að meðaltali í leik. NBA Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti Fleiri fréttir Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sjá meira
Dwyane Wade, leikmaður Miami Heat og verðmætasti leikmaður lokaúrslitanna í NBA síðasta vor, tilkynnti nú síðdegis að hann ætli að reyna að vera með liði sínu í úrslitakeppninni sem hefst þann 21. apríl. Wade fór úr axlarlið á dögunum og þarf í uppskurð, en hann hefur nú ákveðið að reyna að fresta því þangað til í sumar. "Þetta var ekki auðveld ákvörðun, en ég gat ekki horft upp á það að sitja á hliðarlínunni sem áhorfandi í vor ef ég ætti á annað borð einhverja möguleika á að snúa aftur. Það auðveldaði ákvörðun mína að ég fékk grænt ljós frá læknum, en þetta þýðir alls ekki að ég verði örugglega klár í slaginn í vor. Ég á eftir að sjá hvernig gengur í endurhæfingunni á næstu tveimur til þremur vikum - og þá er hægt að taka endanlega ákvörðun um framhaldið," sagði Wade, sem er einn allra besti leikmaður NBA deildarinnar. Möguleikar Miami á að verja titil sinn hanga nú á herðum Wade, en liðið hefur átt í miklum meiðslum í allan vetur. Shaquille O´Neal er nú óðum að finna sitt gamla form eftir hnéuppskurð, en ljóst er að möguleikar liðsins í úrslitakeppninni dvína mjög ef Wade getur ekki verið með. Hann er sem stendur fjórði stigahæsti leikmaðurinn í NBA deildinni með um 28 stig að meðaltali í leik.
NBA Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti Fleiri fréttir Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sjá meira