Leikur Memphis Grizzlies og Cleveland Cavaliers verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu í kvöld. Cleveland stefnir að því að vinna sjöunda leikinn í röð í vetur, en svo gæti farið að það þyrfti að vera án LeBron James annan leikinn í röð vegna bakmeiðsla kappans. Leikurinn hefst klukkan 12 á miðnætti.
Fjöldi leikja er á dagskrá í NBA í nótt og þar á meðal sannkallaður risaslagur þegar Dallas tekur á móti Phoenix, en þetta eru tvö efstu liðin í NBA deildinni í dag.