Phoenix skellti Dallas í stórkostlegu einvígi 15. mars 2007 05:14 Steve Nash sækir hér að félaga sínum og andstæðingi Dirk Nowitzki. Flestir eru sammála um að þessir tveir hafi verið bestu leikmennirnir í NBA í vetur. NordicPhotos/GettyImages Leikur Dallas Mavericks og Phoenix Suns í NBA deildinni í nótt var réttilega auglýstur sem einvígi tveggja bestu liðanna í deildinni. Leikurinn var stórkostleg skemmtun og réðust úrslitin ekki fyrr en um leið og lokaflautið gall í annari framlengingu. Phoenix hafði betur 129-127 og batt þar með enda á 23 leikja sigurgöngu Dallas á heimavelli. Dallas og Phoenix hafa verið í tveimur efstu sætum deildarinnar lengst af í vetur og því var leiksins í nótt beðið með mikilli eftirvæntingu. Dallas tapaði illa í síðasta leik eftir eina lengstu sigurgöngu í sögu NBA deildarinnar og flest benti til þess að liðið næði fljótt að koma sér á sigurbraut á ný. Dallas hafði örugga forystu eftir þrjá leikhluta, en þá tók hinn magnaði Steve Nash öll völd á vellinum og skoraði 10 stig á síðustu mínútunni í venjulegum leiktíma og knúði fram framlengingu. Phoenix var svo skrefinu á undan í fyrstu framlengingunni en þar kom það í hlut Jason Terry hjá Dallas að jafna metin með þriggja stiga körfu í lokin. Gestirnir frá Phoenix höfðu að lokum dramatískan sigur í annari framlengingu þar sem Dirk Nowitzki fékk tækifæri til að jafna í lokin en skot hans geigaði. Þetta var sjötti sigur Phoenix í röð og ellefti sigur liðsins í síðustu tólf. Phoenix byrjaði betur í leiknum og náði mest 16 stiga forystu í fyrri hálfleik, en þá tók Dallas mikla rispu og komst 15 stigum yfir. Steve Nash var aðeins með 8 stig eftir þrjá fjórðunga, en tók málin í sínar hendur eftir það. Phoenix hitti úr 10 af 12 skotum utan af velli í fjórða leikhlutanum. Amare Stoudemire var óstöðvandi hjá Phoenix og skoraði 41 stig og hirti 10 fráköst. Steve Nash skoraði 31 stig, gaf 16 stoðsendingar og hirti 8 fráköst, Leandro Barbosa skoraði 17 stig og Shawn Marion skoraði 15 stig og hirti 12 fráköst. Jerry Stackhouse setti persónulegt met á þremur árum sínum hjá Dallas með því að skora 33 stig og hitta úr 5 af 7 þriggja stiga skotum. Dirk Nowitzki skoraði 30 stig, hirti 16 fráköst og gaf 6 stoðsendingar, Jason Terry skoraði 27 stig og Josh Howard skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst. Mikið var líka gert úr einvígi þeirra Steve Nash og Dirk Nowitzki, en þeir eru taldir líklegastir til að hreppa nafnbótina verðmætasti leikmaður ársins í NBA. og eru auk þess perluvinir eftir að þeir spiluðu saman hjá Dallas í mörg ár. Nash hefur hlotið þann heiður tvö ár í röð, en margir tippa á að það verði vinur hans Nowitzki sem fær hann að þessu sinni. Þó þeir séu gjörólíkir leikmenn, lentu þeir oftar en einu sinni gegn hvor öðrum í leiknum í nótt - eins og til að undirstrika skemmtanagildi þessa ótrúlega leiks. Þetta var sannarlega frábær upphitun fyrir átökin í úrslitakeppninni í vor, en þess má geta að lokaviðureign þessara liða í deildarkeppninni verður sýnd á sjónvarpsstöðinni Sýn. NBA Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti Fleiri fréttir Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sjá meira
Leikur Dallas Mavericks og Phoenix Suns í NBA deildinni í nótt var réttilega auglýstur sem einvígi tveggja bestu liðanna í deildinni. Leikurinn var stórkostleg skemmtun og réðust úrslitin ekki fyrr en um leið og lokaflautið gall í annari framlengingu. Phoenix hafði betur 129-127 og batt þar með enda á 23 leikja sigurgöngu Dallas á heimavelli. Dallas og Phoenix hafa verið í tveimur efstu sætum deildarinnar lengst af í vetur og því var leiksins í nótt beðið með mikilli eftirvæntingu. Dallas tapaði illa í síðasta leik eftir eina lengstu sigurgöngu í sögu NBA deildarinnar og flest benti til þess að liðið næði fljótt að koma sér á sigurbraut á ný. Dallas hafði örugga forystu eftir þrjá leikhluta, en þá tók hinn magnaði Steve Nash öll völd á vellinum og skoraði 10 stig á síðustu mínútunni í venjulegum leiktíma og knúði fram framlengingu. Phoenix var svo skrefinu á undan í fyrstu framlengingunni en þar kom það í hlut Jason Terry hjá Dallas að jafna metin með þriggja stiga körfu í lokin. Gestirnir frá Phoenix höfðu að lokum dramatískan sigur í annari framlengingu þar sem Dirk Nowitzki fékk tækifæri til að jafna í lokin en skot hans geigaði. Þetta var sjötti sigur Phoenix í röð og ellefti sigur liðsins í síðustu tólf. Phoenix byrjaði betur í leiknum og náði mest 16 stiga forystu í fyrri hálfleik, en þá tók Dallas mikla rispu og komst 15 stigum yfir. Steve Nash var aðeins með 8 stig eftir þrjá fjórðunga, en tók málin í sínar hendur eftir það. Phoenix hitti úr 10 af 12 skotum utan af velli í fjórða leikhlutanum. Amare Stoudemire var óstöðvandi hjá Phoenix og skoraði 41 stig og hirti 10 fráköst. Steve Nash skoraði 31 stig, gaf 16 stoðsendingar og hirti 8 fráköst, Leandro Barbosa skoraði 17 stig og Shawn Marion skoraði 15 stig og hirti 12 fráköst. Jerry Stackhouse setti persónulegt met á þremur árum sínum hjá Dallas með því að skora 33 stig og hitta úr 5 af 7 þriggja stiga skotum. Dirk Nowitzki skoraði 30 stig, hirti 16 fráköst og gaf 6 stoðsendingar, Jason Terry skoraði 27 stig og Josh Howard skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst. Mikið var líka gert úr einvígi þeirra Steve Nash og Dirk Nowitzki, en þeir eru taldir líklegastir til að hreppa nafnbótina verðmætasti leikmaður ársins í NBA. og eru auk þess perluvinir eftir að þeir spiluðu saman hjá Dallas í mörg ár. Nash hefur hlotið þann heiður tvö ár í röð, en margir tippa á að það verði vinur hans Nowitzki sem fær hann að þessu sinni. Þó þeir séu gjörólíkir leikmenn, lentu þeir oftar en einu sinni gegn hvor öðrum í leiknum í nótt - eins og til að undirstrika skemmtanagildi þessa ótrúlega leiks. Þetta var sannarlega frábær upphitun fyrir átökin í úrslitakeppninni í vor, en þess má geta að lokaviðureign þessara liða í deildarkeppninni verður sýnd á sjónvarpsstöðinni Sýn.
NBA Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti Fleiri fréttir Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sjá meira