Breska blaðið Mail on Sunday fullyrðir að ítalska félagið Inter Milan ætli að gera Chelsea 20 milljón punda tilboð í varnarmanninn og fyrirliðann John Terry í sumar. Talsmaður ítalska liðsins staðfesti áhuga félagsins á Terry í dag og segir liðið fylgjast spennt með varnarjaxlinum.