Körfubolti

Góður sigur Dallas í Detroit

Dirk Nowitzki keyrir hér framhjá Rasheed Wallace í leiknum í kvöld
Dirk Nowitzki keyrir hér framhjá Rasheed Wallace í leiknum í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Dallas vann í kvöld mikilvægan sigur á Detroit á útivelli í NBA deildinni í körfubolta. Dirk Nowitzki fór fyrir liði Dallas eins og svo oft áður og skoraði 28 stig og hirti 12 fráköst. Detroit var án leikstjórnandans Chauncey Billups sem er meiddur, en staðgengill hans Ron Murray skoraði 18 stig fyrir Detroit.

Detroit var nýkomið heim eftir fimm leikja sigurgöngu á vesturströndinni, en réði ekki við sterkt lið Dallas án fyrirliða síns Billups sem er meiddur á nára. Það var ekki síst fyrir slaka hittni úr vítaskotum sem Detroit tapaði leiknum, en liðið nýtti aðeins 62% víta sinna í leiknum.

Dallas er enn í efsta sæti Vesturdeildarinnar með 52 sigra og aðeins 11 töp - sem er besti árangur allra liða í NBA. Detroit er í efsta sæti Austurdeildarinnar með 42 sigra og 23 töp.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×