Karlmaður lést í vinnuslysi rétt fyrir hádegi í dag við Hjallanes á Reyðarfirði. Maðurinn var starfsmaður BM Vallár og var að tengja dráttarvagn við bifreið þegar hann klemmdist á milli bifreiðarinnar og vagnsins.
Lífgunartilraunir báru ekki árangur og lést maðurinn af áverkum þeim er hann hlaut í slysinu. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni í Reyðarfirði.