Félag heyrnarlausra harmar að frumvarp um viðurkenningu á íslensku táknmáli hafi ekki náð fram að ganga fyrir þinglok. Í yfirlýsingu frá félaginu segir að það hafi slæm áhrif á heyrnarlausa í samfélaginu. Barist hafi verið fyrir réttindum heyrnarlausra í áratugi. Þá segir að félagið muni ekki gefast upp í réttindabaráttunni og vonist eftir stuðningi á þinginu í haust.
Harma frávísun á íslensku táknmáli
