Boston steinlá fyrir New Orleans

Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. New Orleans vann auðveldan sigur á Boston í Oklahoma City 106-88 og Atlanta burstaði Sacramento 99-76. Leikur New Jersey og Denver verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan 23 í kvöld.