Brugðust starfsskyldum sínum og hluthöfum í Baugi 27. mars 2007 17:11 MYND/GVA Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, sagði að með sjálfsafgreiðslum á lánum, brotum á bókhaldslögum og fjárdrætti hefðu Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, og Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri fyrirtækisins, brugðist starfsskyldum sínum og hluthöfum í Baugi þegar félagið var á markaði. Saksóknari lauk munnlegum málflutningi sínum í málinu nú skömmu fyrir klukkan fimm. Í lokaorðum sínum benti Sigurður Tómas á að til refsiþyngingar í málinu mætti horfa að um trúnaðarbrot hefði verið að ræða gegn almenningshlutafélagi og að brot Jóns Ásgeirs og Tryggva snerust um mjög háar upphæðir. Þeir hefðu ekki sýnt samvinnu í málinu og því væri ekki hægt að líta til þess til refsilækkunar. Brot tvímenninganna í málinu hefðu verið til þess fallin að valda ótilgreindum fjölda kaupenda hlutabréfa tjóni. Um þátt Jóns Geralds Sullenbergers, en hann er ákærður fyrir að aðstoða við brot með því að gefa út tilhæfulausan kreditreikning frá Nordica sem færður var til tekna hjá Baugi á miðju ári 2001, sagði Sigurður Tómas að Jón Gerald virtist ekki hafa haft hag af brotinu en hann hefði reynst samvinnuþýður við að upplýsa önnur alvarleg brot. Hann hefði jafnframt lagt á sig mikið erfiði og tekið mikil skakkaföll til þess að upplýsa brot manna sem hann var lengi í vinfengi við. Sigurður hafði fyrr í dag fjallað um 14.,15. og 16. ákærulið málsins sem snúa að meintum bókhaldsbrotum Jóns Ásgeirs og Tryggva en Jón Gerald er einnig ákærður samkvæmt 15. ákærulið. Sagði saksóknari að 15. og 16. ákæruliðir, sem snúa að meintum tilhæfulausum kreditreikningi frá Nordica til Baugs upp á tæpar 62 milljónir króna og meintri tilhæfulausri kredityfirlýsingu frá færeyska fyrirtækinu SMS upp á rúmar 46 milljónir króna sem færðar voru í bókhald Baugs um mitt ár 2001, væru alvarlegustu bókhaldsbrotin í málinu enda teldi hann ljóst út frá gögnum að engin viðskipti hefðu legið að baki þeim. Sagði að jafnvel þótt kredityfirlýsingin frá SMS í Færeyjum hefði verið bakfærð síðar á árinu 2001 hefði hún haft áhrif á afkomutölur Baugs á fyrri helmingi ársins og þannig hugsanlega á viðskipti með bréf félagsins á markaði. Sigurður Tómas fjallaði jafnframt ítarlega um 18. ákærulið endurákærunnar en þar er Jóni Ásgeir og Tryggva gefið að sök að hafa dregið Fjárfestingarfélaginu Gaumi fé frá Baugi til þess að fjármagna rekstur og afborganir af skemmtibátnum Thee Viking. Um er að ræða 31 reikning sem saksóknari heldur fram að hafi verið mánaðarlegar greiðslur vegna bátsins á árunum 1999 til 2002 en sakborningar segja það hafa verið styrktargreiðslur vegna starfs Nordica fyrir Baug í Bandaríkjunum. Rakti Sigurður Tómas sögu bátakaupanna í Flórída en Jón Ásgeir hefur neitað því að hann eða félag fjölskyldu hans, Gaumur, hafi átt hlut í bátunum þremur sem Baugsmenn höfðu aðgang að á Flórída. Sigurður Tómas sagði Thee Viking hafa verið keyptan haustið 1999 og að tölvupóstar sem fundist hefðu í tölvu Tryggva Jónssonar frá árslokum 1999 og byrjun árs 2000 sýndu fram á að Jón Gerald Sullenberger og Baugsmenn hefðu deilt um eignarhald á bátnum en loks komist að samkomulagi. Þá sýndu póstar einnig að ákveðið hefði verið að Nordica gæfi út reikninga með tilteknum texta um vinnu fyrir Baug og að þeir yrður stílaðir á Baug. Textann hefði Tryggvi Jónsson samið til þess að leyna bókhaldi Baugs því að verið væri að borga mánaðarlegan bátakostnað en ekki fyrir þjónustu Nordica. Þá hefði enginn samningur verið gerður um styrkina og fáum öðrum en Jóni Ásgeiri, Tryggva og Jóhannesi innan Baugs hafi verið kunnugt um þá. Enn fremur hefði fjárhagsleg staða Jóns Geralds verið þannig á þessum tíma að hann hefði ekki haft bolmagn til að reka bátinn einn og borga af honum. Jafnframt fjallaði Sigurður Tómas um 19. og síðasta ákæruliðinn í endurákærunni en þar er Tryggva Jónssyni gefinn að sök fjárdráttur upp á rúmar 1,3 milljónir króna með American Express kreditkorti sem skráð var á Nordica, en Nordica sendi svo reikning vegna útgjaldanna, sem saksóknari segir að hafi verið persónuleg, til Baugs sem greiddi þá. Tryggvi hefði gefið Jóni Gerald fyrirmæli um að senda reikningana til Baugs með skýringartextanum ferða- og dvalarkostnaður. Benti Sigurður Tómas enn fremur á að Tryggvi hefði sjálfur móttekið reikningana frá Nordica og samþykkt þá alla nema einn. Hann hefði leynt tilvist kortsins fyrir fjármálasviði Baugs og hefði þannig getað látið Baug greiða fyrir einkaneyslu sína, eins og geisladiska og slátturdráttavél. Hann hefði síðar endurgreitt hluta af þessum fjármunum en ekki alla. Skýringar Tryggva á málinu hefðu tekið breytingum og væru að mati saksóknara af ótrúverðugar. Um harðan ásetning hefði verið að ræða og brotin væru alvarlegri í ljósi þess að Tryggvi væri sérfræðingur í bókhaldi og löggiltur endurskoðandi og hefði því átt að vita hvernig færa hefði átt umrædd útgjöld til bókar. Munnlegur málflutningur í Baugsmálinu heldur áfram á morgun en þá tekur Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, til máls en á fimmtudag munu Jakob Möller, verjandi Tryggva, og Brynjar Níelsson, verjandi Jóns Geralds flytja sitt mál. Baugsmálið Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, sagði að með sjálfsafgreiðslum á lánum, brotum á bókhaldslögum og fjárdrætti hefðu Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, og Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri fyrirtækisins, brugðist starfsskyldum sínum og hluthöfum í Baugi þegar félagið var á markaði. Saksóknari lauk munnlegum málflutningi sínum í málinu nú skömmu fyrir klukkan fimm. Í lokaorðum sínum benti Sigurður Tómas á að til refsiþyngingar í málinu mætti horfa að um trúnaðarbrot hefði verið að ræða gegn almenningshlutafélagi og að brot Jóns Ásgeirs og Tryggva snerust um mjög háar upphæðir. Þeir hefðu ekki sýnt samvinnu í málinu og því væri ekki hægt að líta til þess til refsilækkunar. Brot tvímenninganna í málinu hefðu verið til þess fallin að valda ótilgreindum fjölda kaupenda hlutabréfa tjóni. Um þátt Jóns Geralds Sullenbergers, en hann er ákærður fyrir að aðstoða við brot með því að gefa út tilhæfulausan kreditreikning frá Nordica sem færður var til tekna hjá Baugi á miðju ári 2001, sagði Sigurður Tómas að Jón Gerald virtist ekki hafa haft hag af brotinu en hann hefði reynst samvinnuþýður við að upplýsa önnur alvarleg brot. Hann hefði jafnframt lagt á sig mikið erfiði og tekið mikil skakkaföll til þess að upplýsa brot manna sem hann var lengi í vinfengi við. Sigurður hafði fyrr í dag fjallað um 14.,15. og 16. ákærulið málsins sem snúa að meintum bókhaldsbrotum Jóns Ásgeirs og Tryggva en Jón Gerald er einnig ákærður samkvæmt 15. ákærulið. Sagði saksóknari að 15. og 16. ákæruliðir, sem snúa að meintum tilhæfulausum kreditreikningi frá Nordica til Baugs upp á tæpar 62 milljónir króna og meintri tilhæfulausri kredityfirlýsingu frá færeyska fyrirtækinu SMS upp á rúmar 46 milljónir króna sem færðar voru í bókhald Baugs um mitt ár 2001, væru alvarlegustu bókhaldsbrotin í málinu enda teldi hann ljóst út frá gögnum að engin viðskipti hefðu legið að baki þeim. Sagði að jafnvel þótt kredityfirlýsingin frá SMS í Færeyjum hefði verið bakfærð síðar á árinu 2001 hefði hún haft áhrif á afkomutölur Baugs á fyrri helmingi ársins og þannig hugsanlega á viðskipti með bréf félagsins á markaði. Sigurður Tómas fjallaði jafnframt ítarlega um 18. ákærulið endurákærunnar en þar er Jóni Ásgeir og Tryggva gefið að sök að hafa dregið Fjárfestingarfélaginu Gaumi fé frá Baugi til þess að fjármagna rekstur og afborganir af skemmtibátnum Thee Viking. Um er að ræða 31 reikning sem saksóknari heldur fram að hafi verið mánaðarlegar greiðslur vegna bátsins á árunum 1999 til 2002 en sakborningar segja það hafa verið styrktargreiðslur vegna starfs Nordica fyrir Baug í Bandaríkjunum. Rakti Sigurður Tómas sögu bátakaupanna í Flórída en Jón Ásgeir hefur neitað því að hann eða félag fjölskyldu hans, Gaumur, hafi átt hlut í bátunum þremur sem Baugsmenn höfðu aðgang að á Flórída. Sigurður Tómas sagði Thee Viking hafa verið keyptan haustið 1999 og að tölvupóstar sem fundist hefðu í tölvu Tryggva Jónssonar frá árslokum 1999 og byrjun árs 2000 sýndu fram á að Jón Gerald Sullenberger og Baugsmenn hefðu deilt um eignarhald á bátnum en loks komist að samkomulagi. Þá sýndu póstar einnig að ákveðið hefði verið að Nordica gæfi út reikninga með tilteknum texta um vinnu fyrir Baug og að þeir yrður stílaðir á Baug. Textann hefði Tryggvi Jónsson samið til þess að leyna bókhaldi Baugs því að verið væri að borga mánaðarlegan bátakostnað en ekki fyrir þjónustu Nordica. Þá hefði enginn samningur verið gerður um styrkina og fáum öðrum en Jóni Ásgeiri, Tryggva og Jóhannesi innan Baugs hafi verið kunnugt um þá. Enn fremur hefði fjárhagsleg staða Jóns Geralds verið þannig á þessum tíma að hann hefði ekki haft bolmagn til að reka bátinn einn og borga af honum. Jafnframt fjallaði Sigurður Tómas um 19. og síðasta ákæruliðinn í endurákærunni en þar er Tryggva Jónssyni gefinn að sök fjárdráttur upp á rúmar 1,3 milljónir króna með American Express kreditkorti sem skráð var á Nordica, en Nordica sendi svo reikning vegna útgjaldanna, sem saksóknari segir að hafi verið persónuleg, til Baugs sem greiddi þá. Tryggvi hefði gefið Jóni Gerald fyrirmæli um að senda reikningana til Baugs með skýringartextanum ferða- og dvalarkostnaður. Benti Sigurður Tómas enn fremur á að Tryggvi hefði sjálfur móttekið reikningana frá Nordica og samþykkt þá alla nema einn. Hann hefði leynt tilvist kortsins fyrir fjármálasviði Baugs og hefði þannig getað látið Baug greiða fyrir einkaneyslu sína, eins og geisladiska og slátturdráttavél. Hann hefði síðar endurgreitt hluta af þessum fjármunum en ekki alla. Skýringar Tryggva á málinu hefðu tekið breytingum og væru að mati saksóknara af ótrúverðugar. Um harðan ásetning hefði verið að ræða og brotin væru alvarlegri í ljósi þess að Tryggvi væri sérfræðingur í bókhaldi og löggiltur endurskoðandi og hefði því átt að vita hvernig færa hefði átt umrædd útgjöld til bókar. Munnlegur málflutningur í Baugsmálinu heldur áfram á morgun en þá tekur Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, til máls en á fimmtudag munu Jakob Möller, verjandi Tryggva, og Brynjar Níelsson, verjandi Jóns Geralds flytja sitt mál.
Baugsmálið Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira